Andvari - 01.01.1976, Page 136
134
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
unum vegna matseldar, og þeim myndi hafa þótt undarlegt, að hita þyrfti upp
mín vegna. Menn yngri en miðaldra muna þá tíma, þegar ofn var varla til á
nokkrum bæ, og enn eru margir án þeirra. í sveitunum er brennt mó eða þurrk-
uðu sauðataði, þegar eldað er, og það venjulega aðeins til að sjóða matinn.
Islendingar eru eins harðgerðir og litlu hestarnir þeirra, sem margir ganga úti
allan veturinn án nokkurs húsaskjóls. Ég fyrirvarð mig dálítið fyrir að þrá upp-
hitað hefbergi á kvöldum, sem hér töldust þægilega hlý, og ég hugsaði til þeirra
þúsunda Bandaríkjamanna, sem myndu hafa fundið jafnmikið til kuldans og
ég og margir raunar meir. Ég hygg, að það sé miðstöðvarhitunin, sem hefur
farið svona með okkur. Ókulvísi íslendinga hefur gert mér ljóst, hversu miklu
af gamaldags harðfengi síðustu kynslóðir ofalinna Bandaríkjamanna hafa glatað.
Það er áliðið kvölds. Það brakar í hálftómu húsinu og er sem það stynji
undan harðleikni stormsins. Ekki hafði ég hugmynd um það, fyrr en ég kom
til íslands, hvað norðanrok raunverulega er. Það er sem ískaldur vökvi flæði inn
yfir ströndina og fái ekki neitt viðnám fremur en vatn, sem rennur yfir stein-
völur. Hátt úr lofti heyrast alls konar kynjahljóð. Allir árar norðursins hafa
stigið upp úr undirheimum emjandi og hrópandi hver á annan, þar sem þeir
æða áfram eftir yfirborði þessa volduga loftstraums, sem væri hann ósýnilegt
gólf.
Andstæður íslenzkrar veðráttu og snögg veðrabrigði vekja furðu. Enda
þótt liðið sé langt á haust, var veðrið í morgun eins og á fögrum síðhaustdegi
heima, og ekki blakti hár á höfði. Hótelstýran mín sat við gluggann, þegar ég
gekk framhjá gegnum dagstofuna á leið minni út. Hún svaraði kveðju minni
á íslenzku, og ég skildi ekki aðalorðið. „Þú verður að þýða eins og vant er,“
svaraði ég dálítið stúrinn. „Ég er hræddur um, að mér hafi ekki sótzt vel
íslenzkunámið síðustu viku, en nú er ég á leið til kennarans."
„Gleður mig,“ svaraði hún alvarleg. „Þú ættir vissulega að leggja hart
að þér til að læra mál okkar, úr því að þú ætlar þér að vera hér í allan
vetur. Það sem ég sagði var, að nú væri dúnalogn."
„Dúnalogn, er það calm?“
„Það er meira en calm. Hvernig á ég að orða það? Það er svo mikið
logn, að það bærir ekki dúnhnoðra.“
Ég mun ávallt minnast þessarar athugasemdar með þakklæti. Það var
eitthvað töfrandi við þetta orð, og ég fann hið innra með mér, hve lygnt raun-
verulega var og hve fallegur þessi litli bær var á slíkum degi. Göturnar voru