Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1976, Side 137

Andvari - 01.01.1976, Side 137
ANDVABI ÍSLAND! JA ÞVÍ EKKI ÞAÐ? 135 mannlausar og búðirnar lokaðar eins og vant var á mánudagsmorgnum fram undir hádegi. Hús og búðir sýndust svo lítil sem væru þau í gluggum leikfanga- búðar og biðu eftir einhverju barni til þess að koma litauðugu lífi í gang. Úti á Pollinum hallaði sjómaður sér út yfir borðstokkinn á skektu sinni og virtist sem í sælum svefni, og skektan virtist svífa í loftinu, því að vatnsflöturinn var sem spegill, en fjöllin sveipuð bjartri móðu, og manni fannst maður vera um- luktur óendanlegu ljóshafi. Tveir hrafnar, sem virtust óvenju svartir, flugu til vesturs sem væru þeir síðustu leifar næturmyrkursins, sem sólin hafði splundrað og dreift. Ég horfði á eftir þeim, þar til þeir hurfu líka út í sól- skinið, og dúnalognið ómaði í eyrum sem hljómur klukku, sem er nýlega hætt að hringja. Ég rölti áfram og hugsaði um dúnalogn og önnur falleg, íslenzk orð, og þegar þar að kom, að ég var farinn að velta fyrir mér beygingum þeirra, var ég kominn út úr bænum. Það virtist bjánalegt að snúa nú við og fara í tíma til Mr. Thorsteinssons — hreinn glæpur að halda sig innanhúss í slíku veðri — svo að ég hélt áfram hátt upp í hlíð með útsýn yfir bæinn og Eyja- fjörð endilangan. Þar sat ég sem eftir var dags og las þýðingu Dasents á Brennu-Njáls sögu, eða Njálu eins og íslendingar segja. Aldrei síðar hefur frásagnarlist náð slíkri fullkomnun sem með fslendingum áður en prent- listin var uppfundin. Að undanskildum ættartölunum, sem eru íslending- um mikils virði, en heldur leiðar nútíma lesanda, hef ég aldrei lesið neitt, sem þolir samjöfnuð við íslendingasögur. Og er til dásamlegra dæmi um þessa list án listar en Brennu-Njáls saga. Ég las hana í fyrstu á sjálfum sögustöðunum. Allar þessar gömlu sögur, og þó sérstaklega Njála, svipta mann ánægjunni af því að lesa nútíma skáldsögur. Persónurnar lifa í orðum sínum og gjörðum, og lesandinn verður höfundarins alls ekki var. Þegar kemur að 127. og 128. kafla í Njálu, þar sem sagt er frá því er Flosi og stórt hundrað manna með honum brenna Njál inni á Bergþórshvoli ásamt konu hans og sonum, verður lesandanum ljóst, að frásagnarlist náði fullkomnun fyrir þúsund árum, öldum áður en imprað var á því á Vesturlöndum, að frásögn væri list. Bezta æfing, sem ungur maður, er hygðist gerast rithöfundur, gæti fengið, væri að mínum dómi sú að lesa íslendingasögur, og þá helzt á íslandi, þar sem sögurnar gerast. Hann mun læra meira um frásagnarlist af þeim en af öllum þeim kennslubók- um og handbókum samanlögðum, sem samdar hafa verið um þetta efni. Þetta getur þó orðið honum hættulegt, því að við lestur þessara bókmennta $ér hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.