Andvari - 01.01.1976, Síða 145
ANDVABI
FRÁ SÖLVA IILLGASYNI
143
Lýsingin á atgervi Sölva og annmörk-
um kemur heim við það, sem aðrir hafa
urn hann ritað, er þekktu hann síðar á
ævi. En hér þykir mér líklegt, að Andrés
fari eftir frásögn Bjarna afa okkar, scm
fyrr var frá sagt. Ljóst er, að ekki hcfur
verið hirt um að kenna Sölva kristin
fræði og koma á hann fermingu í þeim
vistum, sem hann var eftir að hann
hrökklaðist frá móður sinni. Hefur Björn
hreppstjóri orðið þessa áskynja, en hér var
um að ræða sveitunga hans, ef til vili
ekki óskyldan. Hann tók því til sinna
ráða og sótti Sölva og hafði hann hjá sér
á Yzta-LIóli og kenndi honum kristindóm.
Þá var Sölvi orðinn næsturn 17 ára, og
má ráða af síðari ummælum hans, að ekki
hafi hann átt góða vist á uppvaxtarárun-
um. Hvað sem því líður, gerði Björn
hreppstjóri betur en láta klina á Sölva
fermingu, því hann fær góðan vitnisburð
hjá presti, sem segir hann hafa „sinnugar
gáfur, sæmilega kunnandi og lesandi, ei
óskikkanlegur". Þrjú voru fcrmingarbörn
í Felli þetta vor. Sölvi Sölvason, systur-
sonur Björns hreppstjóra, Sölvi Helgason
og stúlka frá Bæ á Höfðaströnd. Um þau
segir í prestsþjónustubók: „Þessi þrjú börn
hafa lært auk stóra stílsins í barnalær-
dómsbókinni ogsvo af skýringargreinun-
um: Sölvi Sölvason mikið, Sölvi hinn
töluvert og stúlkan nokkuð. Notið hafa
þau yfir höfuð uppfræðingar af foreldr-
um, húsbændum og sóknarpresti í 4—6
ár.“ Ætla má, að uppfræðing Sölva Helga-
sonar hafi verið gloppótt og snöggsoðin,
en árangurinn sýnir atfylgi Björns hrepp-
stjóra og greind Sölva, sem að vísu var
eldri og þroskaðri en fermingarsystkin
hans.
Eftir ferminguna dvaldist Sölvi á Yzta-
Hóli hér um bil eitt ár, en í lista yfir þá
burtviknu úr Fellsprestakalli 1838 stend-
ur:
„Sölvi Helgason 18 ára vinnupiltur frá
Yzta-FIóii í Fellshreppi til Friðriksgáfu
norður." Um þetta segir Andrés í grein
sinni:
„Þar kom, að Björn fékk engu tauti
komið við Sölva, og sendi hann því
Bjarna amtmanni Thorarensen fyrir
smala. Þar kynnti hann sig ekki betur en
svo, að hann tálgaði neðan af klaufum
ánna, til þess að þær skyldu rása minna.
Amtmaður endursendi hann því með
þeim unnnælum, að hann væri hin versta
sending, sem Bjöm hefði getað sent sér.
Eftir þetta hélt Sölvi hvergi kyrru fyrir,
heldur flakkaði víða um Iand.“
Ekki er að efa, að Birni hreppstjóra í
Felishreppi hefur gengið gott eitt til í við-
skiptum sínum við Sölva Helgason og
viljað bjarga piltinum, þó að ekki tækist
betur til en raun varð á. Má ætla, að
hann hafi verið tekinn að kynnast bæði
lauslyndi Sölva, flökkunáttúru og stór-
lyndi hans og haldið, að honum þætti sér
fullkosta að dveljast á höfuðsetri Norður-
lands og það mundi fullnægja metnaðar-
girni hans, en jafnframt yrði hann undir
aga og tilsjón þess manns, sem allra emb-
ættismanna harðast barðist gegn flakki
og lausamennsku. Sagt er, að amtmaður
sendi Birni Sölva aftur, en ekki verður
séð, að hann hafi tekið sér bólfestu í
Sléttuhlíð, þegar hann fór frá amtmanni,
þó að hann kunni að hafa komið við hjá
Birni á leið til sinnar eyðimerkurgöngu,
enda hefur honum þá með ávítur amt-
manns að baki varla hafa verið tekið á
Yzta-Hóli sem glataða syninum. Var
Björn hreppstjóri ögunarsamur eins og
aldarandinn bauð. Sagði Bjarni afi minn,
sem ekki var umkomulaust tökubarn,
heldur fóstursonur og systursonur Björns
hreppstjóra, að fóstri hans hefði látið
hann kúra sér til fóta lítinn dreng. Á vor-
in hefði hann spyrnt við sér oft á nóttu,