Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1976, Page 148

Andvari - 01.01.1976, Page 148
146 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARX liver maður fær hér á dag, og hálfpott af hálffúlu vatni að drekka og jprjá pela af baunavatni á dag. Þetta er aiit, sem maður fær hér af munaðarvörunum til að við- halda enu dauðiega lífi.----Það er þó miklu verra en í hegningarstaðnum grimmdarinnar og illskunnar, því þar fær maður þó háift annað pund af hálfhráu brauðrusli og háifpott súrt vatn og 3 pela ,, (rammíerssúpu)“ á dag og 4 lóð af hesta- keti, dragúldin!! Láti þér nú Guð almáttugan og mann- ástina, Herra Jón Sigurðsson, hræra hjarta yðar — bænheyra mig um að útleysa bók- ina og að ég fái hana til mín áður ég fer heirn — og að ég verði sendur heim með fyrsta skipi, þvi ef ég kemst ekki heirn í vor eða með einhverjum af fyrstu skipun- um, sem sigla tii íslands, þá kemst ég það aldrei, nema ég geti það af sjálfsdáðum, og það get ég nú ekki sakir fátæktarinn- ar, en drepst nú bráðum af hor og hungri og klæðleysi. — I Guðs almáttugs nafni! eilíflega verið þér sælir og tímanlega! Herra Jón Sigurðsson forseti ens íslenzka bókmenntafélags í Kaupmannahöfn og Alþingismaðr og Alræðismaður ennar ís- lenzku þjóðar! — ,,Ladegaarden“ þann 4a Febrúarímáð. 1857 (1858). Sölvi Helgason lslandus eða réttara sagt: Sölvi Helgafóstri Islendingur Auminginn harmanna — fjöruga sálin — en fuliur v'ona: Sölvi! und sólu grætur.--------- Síðara bréf Sölva til Jóns Sigurðsson- ar er ritað úr sama stað mánuði seinna. Er það að miklu leyti ertdurtekning hins fyrrá, því að Jón hefur þá ekki enn svar- að Sölva og bænakvaki hans. Fyrra bréfið er hér tilfært, af því að það lýsir Sölva bezt af öllu, sem ég hef fundið, og er auk þess beint frá hans eigin hendi. Að vísu slær sumstaðar dálítið út í fyrir honum, en bréfið bendir líka á sterk persónuleika- einkenni mannsins. Þó að hann sé kval- inn og niðurbrotinn á sál og líkama, hefst hann þó upp þess í milli-af því stórlyndi, sem honum er í brjóst lagið. Bréfið er fyrst og fremst átakanlegt, en Sölvi er þó ekki beygðari en svo, að hann hefur í hót- unum við forsetann og finnur að stjórn hans á bókmenntafélaginu í allri kurteisi þó. Þetta er mikil dirfska, þar sem hann þarfnast umfram ailt hjálpar Jóns Sig- urðssonar. Auðséð er, að Jón hefur eitt- hvað litið til með honum og léð honuin bækur til að lesa. Af síðara bréfinu er að sjá, að Gísli Brynjólfsson hafi líka eitt- hvað liðsinnt honum. Þar kemur í ljós, að Sölvi hefur lesið kvæði hans Farald og hrifizt mjög af því og einnig Fjölnis- mönnum, Tómasi Sæmundssyni og Jón- asi Hallgrímssyni. Af öðrum gögnum sést, að hann hefur lesið Mann og konu Jóns Thoroddsen, því að hann líkir manni einum við Bárð á Búrfelli í háði. Mál og stíll Sölva og stafsetning á bréfi hans ber ekki merki menntunar- skorts, heldur hið gagnstæða. Bréfkafl- arnir eru hér ekki birtir stafréttir, en staf- setning Sölva er í ýmsum atriðum nokkuð fyrnd. Skriftin er örsmá, svo menn hljóta að undrast arnarsjón hans og handstyrk mannsins, sem hélt á pennanum. Þetta á við um allt, sem eftir hann liggur skrifað. Harður háskóli hefur tugthúsið reynzt Sölva Helgasyni, en sarnt hefur hann ef- laust eitthvað af því lært. Fengið hefur Jón Sigurðsson bréf hans, og sagt er, að Sölvi kæmi sæmilega klæddur til Islands aftur. Það hafa landar hans í Kaupmanna- höfn og líklega fyrst og freinst Jón Sig- urðsson séð um; en sjálfur mun Sölvi hafa haft á því hug, að „hefna þess í héraði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.