Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Síða 153

Andvari - 01.01.1976, Síða 153
ANDVARI ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS 151 mig á því í l'yrstu, ef til vill meira en þú, að forfeður vorir skyldu hafa svo ágætt mál, miklu fullkomnara en vér höfum, þó að svo virðist sem vér stöndum þeim framar í vísindum." Og í öðru bréfi segir hann um sama leyti: „Ekki legg ég stund á íslenzku til þess að læra af henni hernaðarvísindi eða stjórnfræði, heldur til þess að geta hugsað eins og maður, til þess að útrýma þeim kotungs- og kúgunaranda, sem mér hefur verið innrættur með uppeldinu frá blautu barns- beini, til þess að stæla sál mína, svo að ég geti gengið í hættur óskelfdur og svo að hún kjósi 1 eldur að segja skilið við líkamann en hreyta út af þeim megin- reglum, sem hún hefur fengið óbifanlega sannfæring um að séu sannar og réttar." Rask lauk námi sínu í Odense 1807 og hélt að svo búnu til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann kynntist brátt ýmsum Islendingum, er sumir urðu vinir hans ævilangt. Má þar nefna m. a. Árna Helgason, Grím Jónsson og Bjarna Thorsteinsson. Rask vann áfram að samningu íslenzkrar málfræði, og kom hún út á prenti 1811. Um svipað leyti fór hann að vinna að útgáfu hinnar íslenzku orðabókar Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, og var það verk langt komið, þegar hann fór til íslands 1813. Hann vann samhliða vinnu sinni að útgáfu orðabókarinnar að ritgerð um uppruna íslenzkunnar, en Vísindafélagið danska hafði heitið verð- launum fyrir slíka ritgerð. Tók hann þá að leggja stund á margar aðrar tungur og varð brátt hinn mesti málagarpur. En um þátt íslenzkunnar segir hann á einum stað: „íslenzkan hefur verið aðaluppspretta og fyrsta undirrót margra og margvíslegra hugmynda hjá mér. Það má jafnvel segja, að allflestar hugmyndir, sem ég hef haft, eigi rót sína að rekja til hennar. Þess vegna hef ég mjög miklar mætur á þessu máli, fremur öðrum málum.“ Rask lauk við ritgerðina á íslandi 1814 og hlaut verðlaun fyrir hana, þegar hún var lögð fyrir Vísindafélagið, en hún komst því miður ekki á prent fyrr en 1818 og þótti því ekki jafnmiklum tíðindum sæta og ella hefði orðið, hefði hún komizt út nokkrum árurn fyrr. En þýzkur maður kom fram með um margt svip- aðar kenningar og Rask um skyldleika indoevrópskra tungumála 1816. Rask var á íslandi til 1815 og fór þar víða um, en við þá dvöl, sem var öll hin fróðlegasta, verður ekki dvalizt hér. Skömmu eftir heimkomuna til Dan- merkur beitti hann sér fyrir stofnun Hins íslenzka bókmenntafélags og varð fyrsti forseti Hafnardeildar þess. En hugur hans stóð til að kanna enn betur uppruna íslenzkunnar og graf- ast fyrir hinar elztu rætur hennar, og því stefndi hann í austurveg. Var fyrst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.