Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Síða 154

Andvari - 01.01.1976, Síða 154
152 ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS ANDVARI ákveðið, að hann skyldi ferðast um Svíþjóð, Finnland og Rússland, en þegar þangað var komið, varð að ráði, að hann héldi allt suður til Persíu og Indlands. Var hann í þessum mikla leiðangri til ársins 1823. Rask fór frá Höfn í október 1816 og dvaldist tæp þrjú misseri í Svíþjóð, lengstum í Stokkhólmi, við málanám og fræðistörf eða eins og Björn M. Ólsen segir frá þessu í ritgerð um Rask í Tímariti hins íslenzka bókmenntafélags 1888, sem hér hefur mjög verið stuðzt við : „[Rask] hélt fyrirlestra um íslenzku, gaf út bæði Sæmundar-Eddu og Snorra-Eddu, þýddi hina íslenzku málfræði sína á sænsku, lagfærði hana og endurbætti og gaf hana út á prent; líka gaf hann út ágæta engilsaxneska málfræði um þessar mundir.“ Þetta þoldu landar hans honum illa, fannst, að Danir ættu að hafa eins konar einkaleyfi á útgáfu Eddukvæðanna t. a. m., og gekk svo langt, að P. E. Muller prófessor við Hafnarháskóla ritaði Rask allharðort bréf, þar sem hann nánast brigzlar honum um landráð. Rask, sem var manna viðkvæmastur, hrást að vonum sár við, og fer hér á eftir í þýðingu minni langur kafli úr bréfi, er hann skrifaði prófessor Muller frá Stokkhólmi 29. maí 1817.1) Rask víkur fyrst í hréfinu að ráðagerðum, sem uppi séu í Stokkhólmi að gefa Lexicon einn, Ihres Lexicon, út að nýju, en þeir, sem um það fjalli, vilji gjarna fá að nýta ákveðin gögn, sem séu í Kaupmannahöfn, og nú sé spurning- in, livernig bezt verði snúið sér í því. Biður Rask próf Múller að kanna það og skriia síðan beint til viðkomandi aðila í Stokkhólmi. „Ég man mjög vel,“ segir Rask, „hvað prófessorinn hafði á prjónunum um þetta einu sinni, en þar sem ég í fyrs a lagi á langa ferð fyrir höndum og í öðru lagi er óséð, hvers ég megi vænta mér á föðurlandinu, en það ræður öðru frernur úrslitum um bókmennta- störf mín þar, þá kynni svo að fara sem segir í málshættinum: Kýrin deyr, meðan grasið grær, og þar sem ég get ekkert í þessu gert sjálfur, vil ég heldur, að einhver annar geri það en það sé ógert látið. Ég er sem sé algerlega hlutlaus og læt mig þetta persónulega einu gilda. Ég vik nú að öðru atriðinu, því um Eddurnar o. s. frv. Ég get einungis tekið lítið af því til mín. Ég fæ ekki skilið, hvers vegna ég fremur en aðrir má ekki nota eigur mínar og þekkingu, þar sem þetta er metið að verðleikum, en því hefur aldrei verið að heilsa í Kaupmannahöfn." 1) Breve íra og til Rasmus Rask komu út í Kaupmannahöfn 1941 í tveimur bindum. Þriðja bindi með rækilegum skýringum kom út 1968.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.