Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 98

Andvari - 01.01.2003, Side 98
96 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI ritinu afbragðsvel valið og ágætlega samið: „ísland farsælda frón“ væri „ágætt og hrærandi“ (157), ritlingur Jónasar um eðli og uppruna jarðarinnar „ágætur“ (160) og Sagan af Eggerti glóa eftir Tieck „óvenju falleg“: „Ég vildi við fengjum nóg af slíku síðar meir þegar annað þrýtur“ skrifar hann (161). Hann benti meira að segja á að með smærra letri hefði „fengist nóg rúm fyrir svo sem tvær af Tiecks smásögum til“ (150) og ítrekaði þar með rök sín fyrir þéttari blaðsíðum. Ekki verður heldur séð að nokkur ágreiningur hafi verið með þeim Fjöln- ismönnum um hugmyndafræðileg markmið tímaritsins en fyrir þeim gera þeir skilmerkilega grein í aðfaraorðum fyrsta árgangsins. Það er ekki síst hér sem afgerandi stefnubreyting þeirra félaga frá boðsbréfinu verður sýnileg. Að vísu nefna þeir enn sem fyrr nytsemina sem einn af „leiðarvísum“ sínum og skipa henni meira að segja í upphaf máls síns: „Allt sem í ritinu sagt verður stuðli til eínhvurra nota“ (Fjölnir 1835: 8). Nú leggja þeir hins vegar næsta litla áherslu á skemmtun eða dægrastyttingu en í stað slíkra atriða setja þeir þrjú önnur og ólíkt háleitari: hið fagra, sanna og góða eða siðsamlega. Öllum þessum atriðum eru gerð nokkur skil, þó fá nytsemin og fegurðin mest rúm, jafnframt því sem bent er á tengsl þeirra innbyrðis, einkum afstöðu síðastnefndu þáttanna þriggja til nytseminnar og skynseminnar. Þeir fræðimenn sem fjallað hafa um Fjölni staldra jafnan við þessa fjóra leiðarvísa tímaritsins og eins og getið var í upphafi þessarar greinar hefur það verið nánast ríkjandi skilningur manna á síðari árum að hér leitist útgefendur við að flétta saman þáttum úr upplýsingu og rómantík. Nytsemin sé í það minnsta augljós arfur upplýsingarstefnunnar en fegurðin ættuð úr rómantík- inni. Um hið sanna og góða eða siðsamlega hefur minna verið rætt. Heimir Pálsson spyrti þessa þætti þó saman við nytsemina og hélt því fram að þeir væru „miklu fremur einkenni upplýsingarstefnu en rómantíkur". Einungis viðhorf Fjölnismanna til fegurðarinnar gæti án tvímæla skipað þeim á bekk með rómantískum skáldum og spekingum álfunnar.13 Áður hafði Stefán Ein- arsson einnig tengt saman hið sanna, siðsama og nytsama og eymamerkt Tómasi Sæmundssyni.14 Fleiri hafa tekið undir þá skoðun að af þeim félögum hafi Tómas verið langötulasti talsmaður upplýsingarviðhorfa eða nytsemishyggju. Eftir að hafa vitnað í áðurnefnd ummæli þeirra Fjölnismanna um að allt sem sagt verði í ritinu skuli stuðla til einhverra nota fullyrti Sigurður Nordal í grein sinni „Stofnun Fjölnis“: „Þetta er rödd Tómasar“ (142). Þeir Jónas og Kon- ráð eiga hins vegar að hafa borið mesta ábyrgð á fegurðardýrkuninni og „rómantískum“ nýjungum í skáldskap. Af orðalagi Sigurðar Nordals virðist jafnvel mega ráða að það hafi verið af einskærri tilhliðrunarsemi við félaga sína - og þá trúlega fyrst og fremst Tómas - að „Jónas færist það í fang, að skrifa „nytsama“ grein „um hreppana á íslandi“ í fyrsta árg. Fjölnis“ (143).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.