Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 104

Andvari - 01.01.2003, Side 104
102 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI spyr ekki að því einasta hvað gagnligt er, heldur lætur hann dóm sinn þar um hanga af þremur öðrum spumingum eður höfuðatriðum sem hreyfa sér í mannligri sál og hann verður að álíta meir umvarðandi og rétt sem neista Guðs ætlaða hönum til leiðarvísirs í hinu jarðneska skuggsýni. Þessir eru hugmyndirnar um hið falliga, hið sanna og hið góða. (330; skáletrun mín, Þ.O.) Eins og sjá má eru hér komin öll þau fjögur atriði sem rætt er um í stefnu- skrá Fjölnismanna: hið gagnlega, fallega, sanna og góða. Sömuleiðis kemur hér skýrt og greinilega fram að Tómas telur þrjú síðastnefndu atriðin „meir umvarðandi" en það sem er gagnlegt enda séu þau eiginlegar forsendur allra dóma um það hvað sé raunverulega gagnlegt. Andstætt efnislegum frum- þörfum manna tengist þessi eilífu gildi guðdómlegu eðli þeirra, æðri þekk- ingarleit og þeim hugsjónum sem jafnan ber að hafa að leiðarljósi í lífinu. Það séu þau sem greini menn frá skynlausum skepnum og skeri úr um það hvort einstakar þjóðir geti í sannleika sagt talist siðmenntaðar. Raunar eru þetta einnig þau atriði sem Tómas nefnir þegar hann greinir eiginlega lista- menn frá handverksmönnum. Af þessum sökum þarf heldur enginn að velkj- ast í vafa um nauðsyn þeirra og mikilvægi. Af skrifum þeirra Fjölnismanna, hvort heldur Tómasar eða annarra, má einnig draga þá ályktun að nytsemin sem slík hafi í raun og veru ekki haft neina afgerandi þýðingu í hugsun þeirra um fagurfræði og eðli skáldskapar. í inngangsorðum sínum að fyrsta árgangi Fjölnis leggja þeir félagar vissulega á það ríka áherslu að nytsemin tengist efnislegri og andlegri velvegnun og framþróun mannkynsins, einstaklinga, samfélaga og þjóða. Hún er hins vegar á engan hátt forsenda eða skilyrði fegurðar, sannleika og siðsemi heldur þvert á móti háð þeim sem raunveruleg og bein afleiðing þeirra eða ávinningur. í formála fyrsta árgangs Fjölnis segir t.d. svo um fegurðina: Hún er sameínuð nytseminni, - að so miklu leíti sem það sem fagurt er œtíð er til nota, andlegra eða líkamlegra, - eða þá til eblíngar nytseminni. Samt erfegurðin henni eptir eðli sínu aungvanveginn háð, heldur so ágæt, að allir menn eíga að gymast hana sjálfrar hennar vegna. (Fjölnir 1835: 10-11; skáletrun mín, Þ.Ó.) Fegurðin er með öðrum orðum sjálfstæð í eðli sínu en ræðst ekki af utanað- komandi tilgangi eða notum. Að hugsanlegri fegurð hins nytsama er að minnsta kosti hvergi vikið. I list og skáldskap veltur allt á einingu hins fagra, sanna og góða. Hún er hin raunverulega forsenda alls góðs skáldskapar. Þetta kemur einnig skilmerkilega fram í inngangsritgerð fjórða árgangs Fjölnis, þar sem þeir félagar útskýra ritstjómarstefnu sína í fyrsta árganginum og rétt- læta m.a. val sitt á framsæknum og framandi samtímaskáldskap:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.