Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Síða 108

Andvari - 01.01.2003, Síða 108
106 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Hið fagra, hið góða og hið sanna eru mismunandi hliðar á raungerðri fullkomnun, þ.e. á hinni djúpsæju hugmynd sem er raunveruleg en hefur upphafna hugsjón sem forsendu raunveru sinnar.30 Heiberg taldi að þessi raungerða fullkomnun birtist okkur best í listaverkum. Fegurð þeirra framkalli hið góða og trúarlega og saman leiði þessir þættir af sér hið sanna og heimspekilega. Heiberg hélt því einnig fram að þessi þrenn- ing stæði ekki í neinu stríði við nytsemina. Eins og Fjölnismenn leit hann svo á að hér væri um nátengd atriði að ræða. Þetta kemur t.d. skýrt fram í yfir- litsgrein hans um danskar fagurbókmenntir frá árinu 1831 þar sem hann ræðir um þrjú mismunandi stig þekkingar eða vísindalegs þroska: Fegurðin er [...] síðasti liður alls vísindalegs þroska. Hinn fyrsti er nytsemd þekkingar- innar, annar sannleikur hennar, þriðji fegurð hennar.31 Þessi ummæli sýna svo ekki verður um villst að nytsemin átti sér ekki ein- göngu talsmenn á 18. öld, tíma upplýsingarstefnunnar. Hún skipaði líka veg- legan sess í þekkingar- og fagurfræði 19. aldar, ekki síst þegar kom fram á daga Fjölnismanna og mesti móðurinn var runninn af hinni upphaflegu þýskættuðu rómantík. Þá tengdist hún gjaman þríeykinu fegurð, sannleika og gæsku. Eðlilegt virðist að sækja á þessi mið þegar fagurfræði Fjölnismanna er útskýrð og leitað að sögulegum hliðstæðum hennar. Það væri að vísu fulldjúpt í árinni tekið að líta á skrif Heibergs um skáld- skap og fegurð sem beina og ótvíræða fyrirmynd Tómasar Sæmundssonar og þeirra Fjölnismanna enda fer því fjarri að þeir beiti sömu heimspekilegu rök- færslu og hann við að sýna fram á einingu hins fagra, sanna og góða og tengja þessa þætti við hið nytsama. Við vitum hins vegar að þeir félagar höfðu nokkur kynni af hugmyndum Heibergs. í bréfum sínum víkur Jónas Hallgrímsson t.d. nokkrum sinnum að ritdeilum hans við danska og þýska samtímahöfunda en reyndar í æði léttúðugum tón. Þó fullyrti Jón Þorkelsson við lok 19. aldar að Jónas hefði verið einn þeirra íslendinga sem hneigðust að Heiberg.321 Ferðabók sinni snertir Tómas sömuleiðis við svipuðum hug- myndum og Heiberg án þess þó að nefna hann á nafn.33 Aður var vikið að ummælum Tómasar um það hvemig hið gagnlega ann- ars vegar og hið fagra, sanna og góða hins vegar tengjast leit mannsins að þekkingu, en einnig má benda á hve sannfærður hann er um almennt upp- eldisgildi fegurðar og listar: „við hennar hlið getur enginn rustaskapur og hráleikur lengi staðizt“, segir hann (331). Hún breiðir ánægju, blíðu og inn- dæli yfir mannlegt líf og opnar augun fyrir öllu því fallega í veröldinni. Að þessu sama er einnig vikið í aðfaraorðum fyrsta árgangs Fjölnis, þar sem útgefendumir segjast vilja „leítast við að vekja fegurðartilfinnínguna, sem sumum þykir vera heldur dauf hjá okkur Íslendíngum“ (Fjölnir 1835: 12).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.