Jörð - 01.06.1942, Síða 6
Þú, hetjulynda móðir, oft helga sýndir dáð,
Af hólmi flýðir aldrei, þótt marga hrysti ráð.
Þú storma frumhlaup þoldir og strauma jötunköst,
En stundum varð þér erfið hin kalda Þrautaröst.
Þitt líf, þitt stríð, þinn sigur er Ijóð hins horfna dags,
Sem letrað þarf að standa til hinzta sólarlags.
Svo lifðu þúsund mæður, sem lofköst enginn hlóð:
Þær lifðu til að bjarga frá glötun heilli þjóð.
Ein svifmynd gjörvölt ævin, hver sorg, hver minning hlý.
ÖIl saga lands og þjóðar sem hraðfleyg vindaský.
Hver öld sem þjóti leiftur um auðnir stjörnuranns.
Vit, einn þeim sköpum ræður og stillir sólnadans.
Vér kvíða skulum engu, þótt krókótt verði leið.
Það karlmennskuna stælir, að nornir magni seið.
En viðsjál og tvíræð er veður gerast öll,
Oft vitnast fátt af einum, sem gengur reginfjöll.
Frá Hveravalla fegurð að Hvítárvatns strönd ■—
Svo lwerfur Urður sjónum, en Skuld mér réttir hönd.
— Hún Fúlakvísl er brellin og fram iir hófi ströng,
Og fangbrögð hennar man ég, þótt ævin verði löng.
ó, hvílík er sii skuggsjá, er himins speglar stól
Og hátign, þrótt og dirfsku, npest sól er jörð vor ól!
— Svo kristallstær er laugin, að krýpur arnli manns
Og kærleik dýpsta skynjar og návist hreinleikans.
Hér frjáls er ég sem örninn, er flýgur himin við,
í faðmi hrikajökla með dimmblá klettarið.
4
JORÐ