Jörð - 01.06.1942, Side 71
og hávaðasamir og trufluðu biskupinn á Modenstein, sem
gisti þessa nótt í veitingahúsinu. En enginn gat sagt bisk-
upinum, livað þeir væru að gera til Zenda, og gekk hann þvi
til hvílu, því að hann var þreyttur eftir ferðalag.
1 gremju sinni og vonbrigðum liafði Rúdólf konungur
gleymt þvi að láta greifann af Festenburg vita það, að Ósra
prinsessa, systir hans, sat nú í Zenda-kastala. Hún hafði dá-
læti á þeim stað og fór þangað oft og dró sig í nokkra daga
út úr hirðlífinu. Nú var hún þar ásamt tveimur hirðmeyj-
um sinum, fáeinum þjónum og sex varðmönnum, og er
Nikulás greifi kom að hliðunum, -—■ það var eflir klukkan
niu, — var hún gengin til herbergja sinna og sat nú framan
við spegilinn, klædd víðum, livitum kjól, en rauðgullið hárið
féll óbundið niður axlir henni. Hún las gamla sögubók, sem
í voru frásagnir um Helenu í Tróju og Kleopötru, Berenice
og aðrar mætar konur; voru þær vel sagðar og prýddar fall-
egum myndum. Prinsessan var svo sokkin niður í lesturinn,
að hún tók ekki eflir þvi, er greifinn og föruneyti hans kom,
en liélt áfram að lesa. Nikulás kallaði á varðmennina, brú-
in var látin síga niður og ármaðurinn til kvaddur. Nikulás
brá ármanninum á einmæli og sýndi honum fyrirskipun
konungs, sem var með innsigli lians. Ármaðurinn vai’ð bæði
undrandi og hryggur, en gat þó ekkert liaft á móti bréfinu
°g innsiglinu og kvaðst því mundu hlýða og afhenda greif-
onum kastalann, og foringi varðmannanna sagði liið sama,
en síðan hættu þeir því við, að prinsessan væri í kastalanum
°g yrðu þeir því að flytja henni tíðmdin og spyrja liana,
livað gera skyldi.
>Há, gerið það,“ sagði Nikulás og settist niður i hinum
stóra forsal. „Scgið henni að gera sér ekkert ónæði, en ég
°ski þess, að hún lieiðri mig með því að vera gestur minn,
eins lengi og lienni þóknast. Og segið henni, að ég muni bíða
hennar, ef hún æskir þess.“
En hann brosti við, þegar liann hugsaði um, hve reið Ósra
mundi verða, þegar ármaðurinn flytti heimi þessi tíðindi.
Óg lionum skjátlaðist ekki. Hún varð svo hneyksluð og
gróni við þessi tíðindi, að hún kastaði frá sér bókinni og
Jörð 69