Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 81
ljeint niður. Síðan er hælnum stungið niður á ný, þumiung
frá plöntunni, dálítið á ská, og þrýst með honum, mjúklega,
að rótinni. Svo er vökvað á eftir. — Um vökvun smáplantna
er bezt að iiafa þá reglu að vökva svo, að moldin gegnblotni
i kringum þær, þegar það er gert, en þá þarf venjulega ekki
að vökva oft. Að vökva oft, en lítið i hvert sinn, er óheppi-
legt. Bezt nol hafa smáplöntur af vökvuninni, þegar hún er
framkvæmd síðari hluta dags eða að kveldi.
Við gróðurselningu missa smáplöntur jafnan meira eða
niinna af rótum og þar með möguleikum til að afla sér nægi-
iegs vatns. Hittist svo á, að sterkt sólskin komi rétt eftir
gróðursetningu viðkvæmra plantna, þá er gott að geta skyggt
að þeim, skýlt þeim fyrir sólargeislunum með einhverju
líióti, fyrstu tvo dagana eftir gróðursetninguna, meðan nýjar
rælur eru að myndast.
F'jÁ ER ANNAÐ, sem einnig kallar mjög að nú, en það er
grisjunin. Þar sem of margar plöntur standa i stað, þarf
að fækka þeim svo, að hver sem eflir verður, hafi nægilegu
svæði yfir að ráða. Víða er t. d. vanrækt að grisja gulrófur
°g verður þá uppskeran af þeim miklu minni en vera ætti.
Uetur farið svo, að hún verði einskisnýt, ef grisjun er með
óllu vanrækt, vegna ])ess að plöntur ná því aðeins þroska,
að þær hafi það vaxtarrými, sem hver tegund þarfnast.
Gi’isjið þvi, og grisjið umfram alll í tæka tíð, því reynslan
hefur sannað, að grisjun kemur því aðéins að fullu gagni,
aÓ hún sé framkvæmd á réttum tíma, áður en plönturnar
veiklast af að standa of þétt.
|^)Á HEFST einnig baráttan við illgresið, og er bráðnauð-
synlegt að byrja liana nógu snemma. Garðeigendur verða
ef vel á að vera, að eiga arfasköfu, svo að verkið vinnist
iljótt og vel. Ríður á að skafa illgresið, á meðan það er sem
wiinnst, og gera það í sólskini, þegar þurrt er á. En illgresi,
sem vex fast við rætur nytjajurtanna verður ávallt að reila
nieð berum liöndum. Það liefnir sín jafnan illilega að draga
11111 °f að eyða illgresinu, þvi það er illgresið, sem dregur mest
!lr uPPskeru í görðum, ef það er vanrækt.
JORD
79