Jörð - 01.06.1942, Side 35
ur, að hún vildi lieldur liera liarm sinn ein í hljóði en mæla
það seld og svívirt, þá vildi hún ekki láta drenginn sinn lifa
án blessunar þess. — Koni og Ólafi sú kunnátta í góðar þarf-
ir, þegar hann sem fulltíða maður sækir lieim Mýrkjartan
afa sinn í Irlandi.
Það er til þess tekið, hve tigulega ísland fagni börnum
sínum, þegar þau sigla heim sunnan yfir höf. Og af því er
ekki ofsögum sagt. Það er ógleymanleg sýn að sjá hláa tinda
og breið jökulhvel rísa úr sæ. En hins er sjaldan getið, hvern-
ig „ástkæra, ylhýra málið“ liljómar í eyrum heimkominna
útlaga, og er það þó sízt minna um vert. Ég hef dvalið er-
lendis nálega tvö ár samfleytt, án þess að mæla nokkurn
Islending máli. Eg get ekki með orðum lýst áhrifunum, sem
það hafði að vera ávarpaður í fyrsta sinn á íslenzku eftir
þessa útlegð. í endurminningunni finnst mér sem eg liafi
'váknað af löngum og erfiðum svefni.
„Móðurmálið getur vakið menn af dvala“, sagði víðfrægur
°g ástsæll menningarfrömuður erlendis. í þeim orðum fel-
ast djúp sannindi. Segir ekki máltækið, að orðin séu til
alls fvrst? Að vísu verða hugsanirnar jafnan að fara á und-
an. En er þó ekki málið miðill þeirra? Á stundum, einkum
í ljóðuín, vekur hað m. a. s. hugsunina, eins og áður er um
rætt. Það er sagt, að vér séum það, sem vér liugsum. En
vér hugsum á máli voru, og málið mótar hugsunina á ýmsa
vegu eftir því, hve þroskað það er, og hinu, hvaða vald liver
°g einn hefur á málinu. Og mundi ekki málið tengja menn-
ina þeim böndum hræðralags og samúðar, er gera lífið þess
vert, að því sé lifað? Menn mæla til vináttu með sér og stað-
festa hana með orðum. Órjúfandi tryggðir eru tengdar með
orðum. Það er talað um mál og menningu í sömu andrá,
enda fer þróun þess hvors tveggja því nær ávallt saman.
Þau líffæri, sem einkum liafa náð æðri þroska hjá mann-
uium en dýrunum, eru höndin, heilinn og talfærin. Höndin
er heilans þjónn, og mál og mund eru hvort öðru nátengd.
lalstöð heilans og hreyfistöð handarinnar eru, samkvæmt
'annsóknum lífeðlisfræðinnar, i órofasamhandi, ef það er
þú ekki sama stöð, sem stjórnar livoru tveggja. Smábarn
JÖRÐ oq