Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 102
STYRJÖLDIN
Skyggnzt inn um glugga —
OG VARLA MEIRA cn það — er það, sem gert verður í smá-
köflum þessa þáttar. En það er þó ekki með öllu ófróð-
legt fyrir forvitna menn (eins og vér íslendingar höfum
frá öndverðu verið hér út i fásinninu og — Guði sé lof — frið-
inum) um fregnir af öðrum löndum. Rlöðin og útvarpið hirta oss
að vísu fréttir af hinum geigvœnlegu atburðum styrjaldarinnar
jafnóðum og þeir gerast. En þýðing þeirra og rök og almennar
horfur verða oss væntanlega nokkru ljósari, ef vér gætum þó
ekki væri nema sem svarar því að skyggnast inn um gluggana
heima fyrir hjá helztu ófriðaraðiljunum og fengið við það dálítið
ljósari hugmynd um, hversu háttað er innan veggja hjá þeim. Því
er nú verr, að rúm er svo takmarkað, að mörgu verður að sleppa
úr yfirliti þessu, sem þó hefði verið full ástæða til að taka með.
Það er gamla sagan um tímaritskríli vor íslendinga. Frásagnirnar
og skoðanirnar, sem settar eru fram i eftirfarandi köflum, eru,
það sem þær ná, niðurstaða höfundarins um þau efni, er þeir
fjalla um, eftir nokkurn veginn samfelldan lestur í vor og vetur
er leið á eftirfarandi vikublöðum og tímaritum: Reader’s Digest
(amerískt), News Review (enskt), Picture Post (enskt) og meira
og minna strjálan lestur þessara vikublaða og tímarita: Illustrated
London News (enskt), American Review (ameriskt), Time (amer-
ískt), Harper’s Magazine (amerískt), The Statesman (enskt), Times
Weekly (enskt), World Review (enskt) og Daily Mirror Wcekly
(enskt). — Af skiljanlegum ástæðum er ekki eins aðgengilegt að
„skyggnast inn um glugga“ Þríveldanna, enda leiðum vér hest vorn
að mestu frá þvi að svo stöddu.
HETJUHUGURINN og snerpan, sem gripu brezku þjóð-
ina upp úr Dunkirk-ævintýrinu, er Frakkland gafst
upp, liafa látið töluvert á sjá á þeim tíma, sem síðan
er liðinn. Ekki svo að skilja, að vonirnar og liugrekkið hafi
minnkað, enda þrátt fyrir allt siður en svo ástæða til þess.
En eftir að miklum loftárásum Þjóðverja á Bretland, haust-
ið 1940 og næsta vetur, linnti, hefur þjóðin ekki þurft að taka
neitt verulega á sér sem ófriðaraðili, lieldur að vissu leyti
lilotið að Itíða álekla. HafaBretartaliðóhjákvæmilegtaðbinda
100 JÖRU