Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 32
Það er engin tilviljun, að orðlist Egils bæði bjargar lífi lians
og læknar liann af harmi. Orðlist Einars gefur honum bæði
vopn í hendur og afl í arm. Hvort tveggja gerði hann ósigr-
andi andlegan víking á nútíma vísu. Einar óskar þess Agli
til lianda, að „gæti hann kveðið upp blað fyrir idað vora
bragðlausu, máttvana söngva“. — Þetta liefur Einar Bene-
diktsson gert sjálfur, og má vel við una.
Ég bef dvalið um stund við kvæði Einars um Egil af því,
að eg tel það fela í sér veigamikil rök að svari við þessari
spurnirfgu: Hvað er það, sem lióf anda Einars Benediktsson-
ar hærra en jafnvel nokkurra annarra norrænna samtíðar-
manna lians? Ég segi hiklaust: ást og vald ó íslenzku máli.
— „Og feðratungan tignarfríð — bver taug mín vill því máli
unna“, segir Einar í kvæði, ortu á yngri árum. Er nokkuð
firna djarft að draga þá ályktun, að kærleikur Einars til móð-
urmáls síns hafi reynzt honum aflgjafi nokkur til stórvirkja
sinna? Eða myndi það vera of djúpt tekið í árinni að segja,
að ást á mönnum og málefnum muni jafnan grunntónn alls
bins bezta, sem unnið hefur verið?
Og samt hafa þyngstu rökin ekki enn verið lögð á meta-
skálarnar. Þau eru djúpsannur dómur Einars sjálfs, stað-
íesting og játning hans um það, livað hann telur dýrustu
eign sína og allra íslendinga. Hinn mikli snillingur og spek-
ingur unnandi hvers orðs og hljóms í islenzku máli, situr í
Hliðskjálf og segir:
„Því eitt verður jafnan, sem mannar mann,
einn munur, sem greinir annan og hann
— orðlist hans eigin tungu.“
Mér finnst þessi orð ættu að vera meitluð í sál hvers íslend-
ings. Þau gætu verið æðsta boðorð og eggjandi hvöt til allra,
sem dreymir um dáðir og lifa fyrir hugsjónir.
Ræktarscmi við móðurmálið og göfgun þess er, að dómi
Einars, aðall hvers manns, hamingjuvegur og þroskaleið.
En of mildl þröngsýni væri að miða slíkt við einstaklinga
aðeins. Ef Einar Benediktsson liefði verið spurður að þvi,
hvað hann teldi mesta velferðar-, sjálfstæðis- og menningar-
30
JORÐ