Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 128
nær hugsjón réttarrikisins (sbr. greinar Halldórs Jónssonar
í JÖRÐ I, 3., 4. og II, 1. og Péturs Sigurðssonar í þessu hefti).
FRAMANSKRÁÐRI ÁDEILU er ekki beint gegn mönnum
þeim, sem af dugnaði og forustuhæfileikum hafa haf-
ist til oddvitaaðstöðu i flokkadráttunum íslenzku. Vér gætum
þvert á móti trúað, að ekki væru aðrir en einmitt þeir, sem
óaði öllu meir við því að láta þjóðfélagið og ríkið íslenzka
reka lengur á reiða sundrungar og sérdrægni á þeim tryllta
og ógnum fyllta hafsjó, sem er alþjóðalíf vorra daga -— enda
livílir óbyrgðin á þeim öðrum fremur. Tíminn, sem nú stend-
ur yfir, er stór og krefst stórra sjónarmiða. Hann talar e. t. v.,
enn sem koinið er, að eins óbeint til vor. En liann ætlar oss
vafalaust engu að síður að skilja sig. Og bonum er hræðileg
alvara.
Vér vöðum í peningum, sem ekki munu reynast utan
barna- eða skrælingjaglingur, ef vér gínum jafngi'áðugt við
þeim‘framvegis, og vér höfum gert upp á síðkastið, og ugg-
um jafnlítið að oss. „Er á meðan er“! Já — bver veit nema
það, sem „er“, verði áfram — fslandi verði allt til enda lilíft
við ófriðarskelfingum, ef — þjóðin hristir af sér peninga-
vímu og flokksæði og tómlæti og reynir að skilja lilutverk
sitt — reynir að skilja það, að henni verður aldrei leyft það
til lengdar að græða endurgjaldslaust á böli heimsins, jafn-
framt því að njóta fyrirhafnarlítið ávaxtanna af blóðfórnum
annara (jafnvel með reigingi), beldur verður bún að leggji
fram af frjálsum vilja eigið tillag, alþjóðlegri samtíð og
framtíð til Iieilla, eða þjást ella á sínum tíma að sér forspurðri
— reynir að skilja áður, en skellur í tönnunum, Fenrisúlfs-
kjaftinum, um hennar eigin fót eða báls —- reynir að hugsa
stórt á stórum tima.
TTVERNIG á smáþjóð með smáum mönnum að geta hugs-
nð á stærð við þennan gifui'Iega tíma? Allra þjóða menn
eru yfirleitt smáir. Því fer sem fer: Þeir færast í fang stóra
hluti, sem mennskur kraftur ræður ekki við án guðlegs ás-
megins — og svo rekst allt á — og eyðileggst.
126
JÖRP