Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 38
oft má satt kyrrt liggja. Og þó að bersögli eigi fullan rétt á
sér, er baknag ófagurt. Orðvar og orðvandur er liver unn-
andi fagurs máls. Það mætti jafnvel bæla því við, að hann
sé orðfár. Dís málsins gerir margháttaðar kröfur til þeirra,
sem tigna hana. En þeir vaxa sjálfir af að fullnægja þeim
og sækja liærra og bærra:
„Við spor hvert um Bifröst, að Heljar liyl,
til liimins, vor tunga hjó vörðu.“
Eg veit ekki, livað öðrum finnst, en mér þykir sem litlar
vængjaðar verur úr goðlieimi fljúgi af vörum þeirra manna
og kvenna, sem hezt eru máli farin. Orðið guðamál er
ekki út í bláinn. Það er sérstaklega tekið fram í lýsingu
Snorra á Baldri hinum góða, sem allir lofuðu, að liann væri
vitrastur ásanna og fegurst talaður. Mundi ekki einmitt
það hafa átt sinn drjúga þátt í að skapa ástsæld hans með
guðum og mönnum?
Það er mála sannast, að gengi mannsins í lifinu getur
mjög farið eflir ]ivi, hvernig hann heitir rödd sinni og tungu.
Skal nú að nokkru gerð grein fyrir þvi, hver er aðstöðumun-
ur orðlistarmannsins og hins, sem ekki er „vel talaður",
hverju raddfegurð og málfágun geta komið til leiðar.
Heilar stéttir þjóðfélagsins, svo sem útvarps- og símafólk,
verzlunarmenn, leikarar, preslar og prelátar, auk margra
annarra, eiga gengi siít undir raddfegurð, málfari og móður-
málskunnáttu. Sama gegnir um leiðtoga lýðsins, er'vilja
afla sér frægðar og fjár með hylli lians. En i daglegri um-
gengni hænda og húahðs og alþýðu allrar er vandað málfar
Jjka harla mikilvægt. Það er lykíll að hjörtum mannanna
og vegur til vinsælda.
Orðlistarmanninúm eru allir vegir færir. Böguhósinn
getur aldrei liafið sig yfir fen og fúamýrar liversdagsleikans.
Sa fyrrnefndi á visa aðdáun allra dómbærra manna. Hinn
er lítils metinn. Málsmllingurinr. getur orðið ódauðlegur i
hókmenntaheiminum. Skussinn gleymist eins og dropinn,
sem fellur í hafið. Af þeim fyrrnefnda gneistar eins og livíi-
hráðnu stáli. Hinn síðarnefndi þiggur vl og Ijós frá öðrum.
36 JÖRD