Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 96
Meira en met
Lýsing á risávaxinni þjóS i Mið-Afriku, er að iþróttamenn-
ingu minnir helzt á Islendinga Sögualdarinnar eða Spartverja.
Greinin er eftir Attilo Gatti og þýdd úr Júníhefti enska
timaritsins P a r a d e f. á. af B j ö r g ú 1 f i Ó 1 a f s s y n i, lækni.
Ég er fljótur að vakna. Tjaldlokin standa opin,
til þess að hleypa inn hressandi austangolunni, og
éi^sé svarta tojtpa eukalyptustrjánna bera við rauða dags-
brúnina, sem var farin að rjúfa niðamyrkur Afrikunæt-
urtnnar.
Da-da-ra-ra-da-da-da. —
Það var rödd „hanans“, sem vakti mig; „haninn“ er
minnsti bumhuslagarinn í liljómsveit kóngsins og þeirra
árrisulastur. Fleiri bumbur láta til sin lieyra, lágt og
dreymandi og færast letilega hver á sinn stað í hljóm-
sveitinni, sem „haninn“ stýrir. Hljómfossarnir stevpast
vfir mig ofan af hæðinni, þar sem höll Rúdaliigva IV
Mútare, konungs Vatússa-risanna í Rwanda gnæfir efst.
Þeir verða að hátignarlegum, ólgandi samhljómi, og virð-
ast fylla allt loftið. Tjald mitt bifast fyrir titrandi hljóm-
öldunum; þær glymja ótal sinnum með hárvissu hljóð-
falli; mér finnst eittlivað lirærast í sjálfum mér og ég
þykist geta greint boðskapinn, sem ómarnir flytja:
„Vakir kóngur,
vaki Vatússar allir.“
Með kóngi vaknar allt, sem skapað er. Með bonunr
vaknar alheimur og er Rwanda miðja luins og Ijós. Þessu
trúa Vatússa-risar, enda eru jreir afkomendur faraóa og
drembnir af þvi.
Hin nýja saga Vatússa er fljótsögð. Það eru ekki nema
40 ár siðan landkönnuði einum, von Götzen greifa, tókst,
fyrstum hvítra manna, að brjótast yfir fjallagirðingu þá,
94 JÖBÐ