Jörð - 01.06.1942, Side 129
Yér eigum að kannást við það, að vér erum smáir -— lirein-
ustu hörn, miðað við hin ógurlegu viðþorf — og snúa oss í
innilegri einlægni að HONUM, sem er stór og fær um að ráða
við stærri viðfangsefni en jafnvel þau, sem nú blasa við, —
sé honum treyst. Reymim, kæru landar, að snúa oss í nafni
Jesú Krists sem lítil börn að Föður vorum, sem er í leyndum.
Reynum að láta upplýsast og leiðast af honum. Reynum —
með bæn til hans — að leita sannleikans. Og „sannleikurinn
mun gera oss frjálsa“. Sannleikurinn einn megnar að frelsa.
Það er ekki nema að berja liöfðinu við stein, að reyna að snið-
ganga hann eða troða undir fótum — ekki nema að flækja
sig meir og meir í net lyginnar — þess sem ekki er raunveru-
legt og lilýlur því að bregðast. Slíkt endar ekki nema á einn
veg: með skelfingu. Hvað er eiginlega auðskildara, ef snef-
ill af hugsun er lagður fram?
„Flokkarnir“ islenzku eru nú „roknir saman“ — flokkar
stjómmálamannanna. Því miður þarf víst engar vonir að gera
sér um sanngirni i þeirri baráttu og ekki meira en svo um
þá ábyrgðartilfinningu og víðsýni, sem nær út fyrir kosn-
mgahríðina og landsteinana. Það er ömurlegt að hugsa til
þess. Og þó er þetta ekki last um menn — mennirnir erum
vér sjálfir — heldur fyrirkomulag. Fyrirkomulagið, flokks-
raeðið, er „mannskemmandi“, eins og Pétur Sigurðsson segir
1 grein sinnií Sturlungaöldin er eina tímabil sögu vorrar, sem
nnnnir á vorn eigin tíma í þessu efni.
Og þó — þrátt fyrir alll — stendur einmitt núna þannig á
1 stjórnmálunum, að nú á íslenzka þjóðin — stjórnmála-
mennirnir fyrst og fremst — alveg einstakt tækifæri til að
taka sig á: læra af hinu liðna, læra af óförum annara þjóða
' og láta fyrstu stjórnarskrá hins alfrjálsa íslands verða lil
sem frumlegt, íslenzkt verk undir blessunaráhrifum almennr-
ar og innilegrar fyrirbænar — til HANS, er lengra sér en
shammsýnir menn, og er þess albúinn að leiða þá í allan
sannleika, sem þess leila sem litil börn. Eigi Island að verða
annað og meira en smákvikindi meðal þjóðfélaganna, verður
óað að bæta smæð sína upp með gæðum framlags síns til
alþjóðaþarfa.
JÖRB
127