Jörð - 01.06.1942, Síða 73
„Ég á það, sem snauðar stúlkur eiga líka, og Drottrií lief-
ur þóknast að gera það verðmætt og eftirsóknarvert karl-
niöimum,“ sagði Ósra. „Og ég vil leggja það á móti kastala
konungsins, Zenda, og öllum jarðeignunum, sem honum
fvlgja.“
Augu Nikulásar greifa leiflruðu, hann kom nær henni
og tók teningaöskjuna upp úr vasa sínum og hvíslaði hásri,
ákafri röddu:
„Segið mér, hvað það er, frú mín, livað er það?“
„Það er ég sjálf, herra minn,“ sagði Ósra prinsessa.
„Þér sjálf?“ hrópaði hann furðu lostinn, því liann liafði
varla þorað að skilja oi'ð hennar á þenna veg, þó að honum
hefði ekki dottið í liug önnur skýring á þeim.
„Já, það er mikils virði að eiga Zenda. En er það ekki meira
virði að vera kvæntur systur konungsins?“
„Jú,“ sagði hann, „þegar systir konungsins er Ósra prin-
sessa“. Og nú slarði hann á hana með augljósri aðdáun. En
uún endurgalt ekki tillit lians, hún var náföl, er hún þreif
lilið Iiorð og setti á milli þeirra og hrópaði:
„Kastið þá, herra minn! Við vitum, hvað lagt er undir.“
„Ef þér vinnið, eignizt þér Zenda. Ef ég vinn, eignast ég
yður.“
„Já, það er ég og Zenda,“ sagði liún. „Ivastið, lierra minn!“
„Eigum við að kasta þrisvar, frú mín, eða einu ,sinni, eða
rivað oft eigum við að kasta?“
„Þrisvar, lierra minn,“ svaraði hún og strauk liárið frá
Kálsinum, en studdi annarri liendinni að hjartastað. „Þér
skuluð kasta fyrst,“ hætti hún við.
Greifinn hristi öskjuna; sjö komu upp í kastinu. Ósra tók
ui honum öskjuna og leit djarflega og fjandsamlega í augu
rionum og kastaði.
„Heppnin er með yður, frú mín,“ sagði hann og heit á
vorina. „Því að fimm og fjórir eru niu, ef mér skjátlast ekki.“
Hann tók öskjuna af henni, hönd hans skalf, en hönd
liennar var traust og stöðug. Hann kastaði aftur.
„Kú. það eru bara fimm,“ sagði hann óþolinmóður og
hleypti í brýrnar.
JÖRÐ
71