Jörð - 01.06.1942, Side 40
vor gagnvart sögu landsins, samtíð þess og fi-amtíð, holl-
vættum og liðnum hetjum að meta dáðir þeirra að verðleik-
um:
„Séum vér til dánardaga
dyggir við vort eigið mál,
þá skal yngd upp íslands saga,
endurkennd vor feðra sál,
byggðin reisl um heiði og haga,
hlúð -um*þúsund arinbál.“
Alúð og tryggð við tunguna er kjarni þeirrar sjálfsþekk-
ingar, sem er þungamiðja allrar sannrar liamingju. Hún er
grunnurinn að háborg íslenzkrar menningar. Allir geta lagt
steina í þann grunn, litla eða stóra eftir orku og aðstöðu.
Enginn má láta sitt eftir liggja. „íslandi ríður á, að enginn
skerist úr leilc.“
LESENDUR MÍNIR! Eg ávarpa yður alla, sem orð mín
lesið, í fullri alvöru og beiti á yður til fulltingis göfug-
um málstað. Hamingja þjóðarinnar er í bættu stödd, Bylgj-
ur erlendra álirifa, allt sunnan fná Blálandi og austan úr
Jötunheimum, flæða yfir landið. Skuggar af klóm æslra
rándýra og lilakkandi hræfugla færast æ nær Sögueyjunni.
Það er kominn timi til að hætta að láta apasl af óheillum,
„horfast í augu við hátignir allar
og hagræða um sitt.“ (St. G. St.).
Eg ætla að Ijúka þessari rilgerð, sem er fyrst og fremst
helguð Einari Benédiktssyni, með því að vitna enn einu sinni
í hann og tilgreina fjórar Ijóðlínur. Þær eru teknar úr kvæði,
sem að vísu fjallar ekki beinlínis um aðalefni þessarar grein-
ar. En eg liygg, að ]>að sé ekki fjarri sanni og i fullu sam-
ræmi við lífsskoðun bins mikla spámanns að binda þær ein-
milt þessu málefni. Vísuorðin eru livöt og eggjun til góðra
drengja um að vera æðstu köllun sinni trúir til binstu stundar:
„Hvert augnabliks kast, hvert æðaslag
er eilífðarbrot. Þú ert krafinn til slarfa.
Hvað vannstu drottins veröld til þarfa —
þess verður þú spurður um sólarlag.“
38
jör.D