Jörð - 01.06.1942, Blaðsíða 101
Lincoln MacVeagh, sendiherra:
Sambúð Islendinga og Bandaríkjamanna
•IÖRÐ hefur snúið séi\til sendiherra Bandaríkjanna liér, herra
Lincoln MacVeagh, nie'ð tilmæli um, að hann gerði svo vel að
beina nokkrum orðum til islenzks almennings með tilliti til
hinnar nánu sambúðar Bandaríkjanna og íslands, nú um hrið
a.m.k., og vandans, sem öðrum þræði ris af aðsetri hins amer-
íska hers hér í landinu. Vér þökkum sendiherranum, að hann
brást vel við tilmælum vorum, og hefur hann nú orðið:
HERRA RITSTJÓRI!
Ég þakka fyrir hið vinsamlega boð yðar.
Meginreglurnar fyrir samstarfi Islands og Bandaríkjanna
hafa verið teknar fram af forsætisráðherra ykkar og forseta mín-
um, er þeir skiptust á orðsendingum, í sumar er leið. Nú erum
við að reyna að umbreyta orðum þessum í verk. Eins og þér takið
fram í bréfi yðar til mín, er afstaðan að ýmsu leyti vand-meðfarin.
Menn vorir hér eru, margir; þeir eru ungir og þei- eru fjarri heimili
sinu. Menning yðar Islendinga og þjóðlíf stendur á gömlum merg,
var löngum afskekkt, og haldið utan að því öllu með afbrýðissam-
legri ást. En taugin, sem tengir okkur saman, ástin á frelsi,
er sterk. Tilgangur vor er að verja sjálfstæði yðar, jafnframt voru
eigin, og að viðhalda, en ekki umbreyta, menningu yðar. Þér meg-
l® treysta því, að meðal hermanna vorra verða mjög fáir,
sem viljandi rjúfa friðinn á Islandi og brjóta þannig á móti
°skum forseta síns, tilfinningum þjóðar sinnar og fyrirskip-
uuum yfirboðara sinna. Þeir, sem það gera, munu verða meðfarnir
an persónulegra tillita, eins og gert hefur verið fram að þessu.
Meðal yðar munu einnig til ungir menn, er ekki finna svo frjáls-
lega til húsráðandastöðu sinnar sem skyldi, og hafa væntanlega
með því átt þátt í að koma æðikollunum meðal vorra manna til
að gleyma gestaskyldum sínum. En ég veit, að íslenzkt almennings-
alit yglír sjg vjg þess háttar framkomu. Við erum, báðar þjóð-
,r. svo yfirgnæfandi fylgjandi samstarfinu, að ég geri mér beztu
'onir um, að með skynsamlegri aðgæzlu, frá báðum hliðum, á fram-
homu hinnar svæsnari einstaklinga, muni okkur lánast að gera þetta
•uiklu fyrirtæki okkar að fyrirmynd, er hvarvetna veki aðdáun.
^ð því er snertir stærri sjónarmið, þá vitið þér þegar, með hve
m,hilli alvöru vér, sem höfum í svo mörg horn að líta, göngum
að úrlausn viðfangsefna landvarna og viðskipta þessa eylands. Og
' 'ðleitni vor í þessu tilliti tekur mið fram úr vandræðatímum þeim,
Sem nu standa yfir, til frambúðar-samfélags milli fslands og þess
'cstraena heims, sem fyrst var fundinn af hinum miklu, fornu sjó-
tarendum þess.
Jörd
99