Jörð - 01.06.1942, Síða 62
þótt segja mætti, að þessi óperulög séu karlakórslög, þá ber
]>ess að gæta, að kórinn fer með ]>ið óæðra lilutverk undir-
leikarans oftast nær i þeim, og einsöngvararnir í kórum eru
flestir viðvaningar. En sem sagt, Iíarlakór Reykjavikur hef-
ur sennilega valið slíkt prógramm til tilbreytingar í þetta
sinn, og er ekkert við þvi að segja, sízt þegar tilraunin heppn-
aðist þannig, að liún varð almenningi að skaj>i, eins og hér
kom ótvírætl í ljós. Söngstjóri kórsins er Sigurður Þórðar-
son tónskáld.
LISTIR OG STJÓRNMÁL
SÍÐAN á útmánuðum hefur staðið allvíðtæk blaðadeila milli ým-
issa listamanna og rithöfunda, með prófessor Sigurð Nordal
í hroddi fylkingar, annars vegar og formanns Menntamála-
ráðs, Jónasar Jónssonar alþm., hins vegar, og hefur snúizt aðallega
1) um starf hans í ráðinu og viðhorf hans við frelsi lista og skáld-
skapar, og 2) almennt um eðli og rétt þess frelsis. Bandalag ís-
lenzkra listamanna og rithöfunda sneri sér og beint til Alþingis
með ítarlegt umkvörtunarskjal í þessu sambandi, en ýmsir með-
iimir þess skoruðust þó að nokkru eða fullu undan þvi að undir-
skrifa skjalið, — eins og gengur. Deila þessi hefur að vonum vak-
ið mikla eftirtekt almennings, en Alþingi mun ekki liafa liafst að
í málinu. Það er þó þannig vaxið, að varla er unnt fyrir almennt
timarit um menningarmál og þjóðlíf að leiða það hjá sér, þó því
verði því miður ekki gerð rækileg skil i JÖRÐ að svo stöddu, hvað
sem síðar kann að verða.
Málið er auðvitað ekki eins einfalt í eðli sínu og ýmsir kapps-
fullir aðiljar þess vilja vera láta, þó að ýms einstök atriði þess
séu ]iað. Hér koma m. a. þrjú stór sjónarmið til úrlausnar.
1) Eiga listir og skáldskapur að búa við óskorað frelsi gagn-
vart almenningi? Svar vort: Listin verður að þjóna lífinu. A því
veltur friðhelgi hennar sem alls annars. Hins vegar verður að gæta
sérstakrar varfærni i að kveða upp þann dóm, að þessu skilyrði
sé ekki fullnægt, og það því fremur, sem í list og skáldskap kenist
maðurinn einna næst aðferðum hans, er á að hafa sagt: „Mínir veg-
ir eru ekki yðar vegir.“ Og sé sá dómur upp kveðinn af einstakl-
ing eða almenningsáliti, þá á fyrst og fremst að beita vopni orðs-
ins og skildi afskiptaleysisins.
Frh. á bls. 91.
60
JORÐ