Jörð - 01.06.1942, Side 26
ur á leiðinni, því þá veður maður hjarnsnjó upp á miðjan
legg og er það erfið ganga og þreytandi.
Þeir, sem aptla að ganga á jökulinn, ættu að nota nótlina,
því að jökullinn er oftast bjartur og skýlaus að morgninum,
en þegar líður á dáginn fara að koma ský á jökulinn, og út-
sýni verður ekki eins gott. Stundum er skýhjúpur á jöklin-
um svo dögum skiptir, svo að ekki er hægt að ganga á hann.
Þannig var það eitt sumarið, að við biðum fjóra daga í
Skaptafelli; var alltaf þoka og súld á jöklinum. Við vorum
í sumarleyfi og gátum ekki beðið lengur, og fórum síðan
vestur yfir Skeiðanársand og heimleiðis um Fjallahaksveg
nyrðri, en í bréfi, sem eg fékk frá Oddi bónda í Skaptafelli,
segir bann, að ekki bafi verið hægt að ganga á jökulinn í
næstu þrjár vikur eftir að við fórum frá Skaptafelli; allt af
var sama veðrátta: þoka og sunnanbræla. En sumarið eftir
vorum við heppnari; þá fórum við frá Reykjavík einn júlí-
morgun og komuin að Kirkjubæjarklaustri um kyöldið.
Daginn eftir fórum við ríðandi fná Ivlaustri og austur yfir
Skeiðarársand og komum að Skaptafelli seint um kvöldið,
eftir 15 stunda reið. Næsta dag skoðuðum við Svartafoss,
Bæjargilið og Bæjarstaðaskóg, en um kvöldið var komið
bezta veður og Öræfajökull blasti við okkur alveg skýlaus
og var heillandi í kvöldkyrrðinni. Um nóttina fórum við frá
Skaptafelli og að Sandfelli (21/* stundar reið) og þaðan geng-
um við alla leið upp á Hvannadalshnúk, og vorum komnir
upp snemma morguns, eða á fjórða degi frá því, er við fór-
um frá Reykjavik; var þá logn og bjartviðri og útsýni eins
gott og Iiugsast getur. Við vorum uppi til hádegis, en þá fór-
um við niður aftur, og þegar við vorum komnir niður að
Sandfellsheiði, fengum við þoku, og gengum við í þokunni,
þar til er henni létti af fjallsbrúninni fyrir ofan Sandfell, og
höfðum þá verið fjórar stundir niður jökulinn ofan frá
Hvannadalshnúk.
í öræfuin er hinn rétti leikvangur íslenzkra fjallgöngu-
manna. Þar er — eins og áður segir — hæsti jökull landsins,
og þó að ekki sé hægt að ganga á jökulinn vegna þoku, þá
eru undirfjöll Öræfajökuls há og viðáttumikil og mikið út-
24 JÖRÐ