Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 10
1 tíbrá vökudrauma mér Týli brosir mót.
Þar tindra bjartir straumar frá Yggdrasils rót;
Og gimsteinarnir skína. — Loks gríp ég sannleik þann:
Mest gráir holtaþórar, sá auður, sem ég fann.
Ilvert Ijóð er aðeins stæling af Ijóðsins hugarmynd,
Þó lisiaskáldið nálgist sinn eigin gæfutind:
/ hæðir lyftist andinn, að hálfu brestur mál,
Er hugargripið dýrðlegt sem elding fer um sál.
Lif, heimskautsborna móðir, sem háfjöll þúsund átt,
Við himin norðurljósa, við brimsins organslátt.
Lif, horska þjóð, um eilífð. Þin hækki menntasól:
Verð heimsins leiðarstjarna við þroskans sigurpól.
SUMARFERÐ UM SKAFTAFELLSSÝSLU
ISUMARLEYFI þykir eitthvert bezta ferðalag um byggðir fyrir'
Reykvikinga, nú hin seinni ár, siðan hinar niörgu og miklu ár
á leiðinni voru brúaðar og bílar tóku að komast um svo að segja
alla Vestur-Skaftafellssýslu. Ingólfur fsólfsson lýsir í ítarlegri grein
sinni hér í heftinu og myndunum, sem fylgja henni, hver umbun
bíður þeirra, sem leggja á sjálfan Öræfajökul, en tvær af myndum
Arngríms Ólafsonar, fremst í heftinu, veita sýnishorn af viðhorfi,
sem fáir hafa augum litum, en margan mun fýsa að sjá. Mýrdalur-
inn ber einhverja hina fjölskrúðugustu náttúrufegurð í skauti sér
af öllum sveitum íslands. Utanftjótsheiðarnar i Skaftártungu eru
yndisfríðar álitum, en leyna þó meiru. Síðu þarf ekki að kynna, mundu
flestir segja, en einnig þar má tengi finna nýja fegurð, ef eftir er
leitað með aðstoð kunnugra. Fljótshverfið býður upp á óvanalega
formfegurð fjalla og fjölda unaðslegra btetta i felum. Landbrots-
hólana þarf að skoða og útsýnið þaðan upp á Síðu. Fjörurnar i
Meðallandi eru ævintýraheimur út af fyrir sig og sömuleiðis það að
riða Kúðafljót út i Álftaver. — Um þessi efni er erviðara að þegja
en frá að segja, og ekki mundum vér treysta oss tit þess nema af
því, að rúmið segir: hingað og ekki lengra.
8
jönn