Jörð - 01.06.1942, Side 70
inu. Konungur hneig aftur iá hak, en greifinn yppti öxlum
og sagði með afsökunarbrosi:
„Mér þykir skömm að þessu, en það er eins og ég geli
ekki tapað í kvökl.“
Nikulás greifi af Festenhurg liafði lilotið tvisvar sex og
unnið þar með kastalann og Zenda-jarðeignirnar af konungi.
Hann reis á fætur, gyrti sig sverðinu, sem legið hafði á
borðinu lijá honum, tók hattinn í hönd sér og leit á konung
með illgirnislegu glotti. Það var fremur hæðni en virðing i
svip hans, er hann sagði:
„Leyfir yðar liálign mér að hverfa héðan? Ég hef erindi
að reka í Strelsau í fyrramálið, og ég hyggst að gista í kastala
mínum, Zenda, í nótt.“
Konungur tók þó pappírsblað og skrifaði á fyrirmæli um
það, að kastalinn, innbú allt og jarðeignir, skyldu afhent
Nikulási greifa af Festenhurg, þegar liann æskti þess, og
fékk honum síðan plaggið. Að því hunu reis hann á fætur
og rétti fram liöndina, en Nikulás kyssti á hana og glotti i
laumi. En konungur sagði virðulega og liátiðlega:
„Frændi! Kastali minn hefur nú hlolið eiganda, sem hæfir
lionum hetur. Guð gefi, að hann megi verða yður til gleði.“
Og hann gaf bendingu um, að liann vildi vera einn. Er
greifinn var farinn, settist konungur aftur í stólinn og sat
þar hreyfingarlaus alla nóttina fram á morgun og kom hon-
um ekki dúr á auga. Þarna fundu þjónustusveinar lians
hann, er þeir komu að klæða hann, og spurðu þeir einslcis.
'VTIKULÁS greifi, núverandi eigandi Zenda, liafði hraðan
•L’l á. Honum dvaldist ekki lengi við erindi þau, er
hann kvaðst þurfa að ljúka í Strelsau. Hann reið af stað
snemma morguns og hafði skjal konungs i helti sér.
Fyrst þeysli hann til Festenburg og kallaði saman fylgis-
menn sína alla, þjóna og hermenn, og hauð hann þeim að
ríða með sér til Zenda, þvi að sá staður væri nú sín eign en
ekki konungs. Þá furðaði mjög á þessu, en liann veitti þeim
mat og mjöð af rausn. Um kvöldið riðu þeir liundrað sam-
an ofan hlíðina og gegnum kaupstaðinn. Þeir voru glaðir
68 JÖRÐ