Jörð - 01.06.1942, Side 110
sambærilegt við „Pearl Harbour“, svo sem eyðilegging veru-
iega stórrar skipalestar og fylgiflota hennar eða stóran ósig-
ur í Ástralíu eða að Japanar nái Indlandi eða að Þjóðverjar
vaði sem logi yfir akur í Kákasus og Miðjarðarhafsbotnum.
SIÍIP — það er aðalvandamál Bandamanna, eins og slend-
ur. Það er sökkt fyrir þeim um Y> milljón smálesta á
mánuði a. m. k., en þeir verða að liafa geysilegan skipastól,
til þess að koma liði sínu og bergögnum yfir beimshöfin til
hinna dreifðu vigstöðva, auk hinna miklu aðflutninga á lífs-
nauðsynjum, sem Bretland fær ekki án verið. Hér er um
leiðir að ræða, sem eru þetta 10000—20000 km á lengd og
eru skipin allt að 4 mánuði í ferð.
Það er ekki langt síðan, að Bandarikjamenn höfðu sett
sér það markmið að smíða 4 milj. smálesta af flutningaskip-
um á þessu ári og 6 milj. smálesta á liinu næsta. Nú er áætl-
unin 8 milj. smálesta 1942 og 10 milj. smálesta 1943. Mikil-
leika þeissara áætlana má marka af tvennu: 1) Arleg fram-
leiðsla allra landa fyrir styrjöldina var um 2 milj. smálesta.
2) Fyrir svo sem 7 árum smíðuðu Bandaríkjamenn engin
hafskip, að talið verði. Glöggum lesanda mundi nú koma til
hugar spurning um, liversu það megi vera, að Bandarikjun-
um hafi tekizt svona fyrirvaralaust, má segja, að töfi-a fram
nægilegar skipasmiðastöðvar og nægilegt starfslið til svo
furðulegrar framleiðslu þegar á þessu ári. Svarið er að nokkru
fólgið í ])ví, að þeir smiða skipin að mestu utan skipasmiða-
stöðvanna; smiða sama skipið — eins og flugvélarnar — á
mörgtim stöðum í senn víðsvegar um ríkin. Verksmiðjur,
sem áður hafa framleitt allt annað, taka nú að sér hver einn
eða fleiri hluti skipsins, sem liennar tækjnm og fólki lientar
bezt. Og svo stefna allar þessar uppsprettur að einum ósi:
skipasmíðastöðinni. Þar eru blutirnir settir saman; þar verða
blutirnir að skipi.
Til þess að ná hinum áætlaða smáléstafjölda nægir þó
ekki þessi aðferð eingöngu, lieldur liefur einnig tekizt að
finna upp einfaldari og fljótlegri framleiðsluaðferðir á sum-
um hinum þýðingarmeiri sviðum, og hefur verið gengið sér-
108 jobp