Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 76
FYRIR HEIMILIÐ
Frú X:
I. Nokkur orð um sólböð
AÐ ER EKKI ÞÖRF AÐ KVARTA, þegar blessuð' sól-
|—" in skín“. Þannig kvað Stefán frá Hvítadal, og hver
vill ekki taka undir það með honum?
Ekkert hressir betur sál og líkama, en útivera i glampandi
sólskini.
Okkur Islendingum ber flestum þjóðum fremur nauðsyn
til að nota hverja sólskinsstund, konum ekki síður en körl-
um. En konunum finnst alltof oft þær vera bundnar við störf
sin inni. Þó eru það fjöldamörg „inniverk“, sem alveg eins
gott er að vinna úti.
Lækningarkraftur sólaiijóssins er nú alkunnur. Rólur í
andliti og ýmsir aðrir búðkvillar, ofreynsla í liðamótum og.
liver veit livað, sem kannske er Iiúið að slríða við að lækna
allan veturinn, Iiatna oft á nokkrum dögum, ef sólargeislarn-
ir fá óhindrað að komast að.
Morgunsólin er sérlega góð fyrir hárið. Gangið jiess vegna
beiiiöfðaðar á morgnana, þegar þér farið til vinnu. Líka er
ágætl að bursta hárið við opinn glugga og, ef mögulegt er,
þurrka það úli eftir hárþvott.
Sólskinið styrkir líka tennur og neglur, með því að auka
H-bætiefnainniÉjjald líkamans. Flestir þekkja kvalir tannpín-
unnar og margar konur, sem vinna lieimilisstörf, munu kann-
ast við, hversu hvimleitt það er, þegar neglurnar brotna uppí
kviku við lítinn árekstur Eiunig þessvegna notið sólskinið
af fremsta megni, þegar það gefst. Það verða alltaf nógu
margir rigningardagarnir, til að gera hreint og vinna það
annað, sem látið er sitja á hakanum sólskinsdagana.
En það er eins með sólina og fleiri góða vini: það má ekki
misnota liana. Farið hægt í sakirnar í fyrstu sólböðunum;
annars getur það orðið dýrt spaug.
Margir verða svo fegnir, ef þeir geta verið úti heilan,
74 JÖRÐ