Jörð - 01.06.1942, Side 19
IGÓÐU og björtu veðri er útsýni af Hvannadalshnúk dá-
samlegt og stórhrikalégt, og þarna uppi er loflið svo
hreint, tært og heilnæmt; öll þreyta hverfur og einhver ein-
kennileg gleðitilfinning fer um mann; maður starir með
djúpri lotningu á umliverfið, og með seiðmagnaðri aðdáun
virðir maður fyrir sér fjöll og tinda, sem verða fagur-
])Iá vegna f jarlægðar, og í kvrrðinni, sem er þarna uppi, vex
maður af því að vera kominn upp á Iiæsta tindinn; áhrifin
verða svo sterk og varanleg, að þau glevmast ekki þeim, sem
á því láni að fagna að hafa verið staddur á þessum dásam-
lega stað og njóta útsýnisins i góðu veðri; það eru þessi
levndardómsfullu áhrif, sem seiða mann og kalla á mann,
aflur og aftur til öræfanna.
Vestur af Öræfajöldi sést hinn mikli Skeiðarársandur og
falla ótal ár þaðan til sjávar; öll strandlengjan frá Ingólfs-
höfða — en hann sést á hægri hönd við hinn einkennilega
Rótarfjallskamb — og vestur í Skaptárós er að sjá ofan af
jöklinum sem samfelldur ós; en eftir því sem ofar kemur
á sandinn, kvíslast árnar minna. Núpsvc'tn sjást og ágæt-
lega, þar sem þau renna fyrir hornið á Lómagnúp. Fram á
iniðjan Skeiðarársand fellur Skeiðarárjökull, og má greini-
lega sjá upptök hans langt uppi i Vatnajökli, þvi að liinn
dökki litur hans stingur mjög i stúf við hið mjallahvíta lijarn
Vatnajökuls. Þarna sést ágætlega, hvernig jökullinn, frá
hinum víðáttumiklu upptökum sínum, þrengir sér niður
um skarðið á milli Súlutinda að vestan og Færinestinda að
austan og breiðir svo úr sér og endar á liinni bogadregnu
rönd sinni niður á Skeiðarársandi. Að framan er jökulröndin
ákaflega dökk af aur og jökulframburði. Einkennilegt er
að sjá aurrákirnar, sem ganga langt upp eftir jöklinum;
þær sýna manni, bvernig jökullinn mjakast áfram. Lóma-
gnúpur (773 m) sést upp af enda Skeiðarárjökuls; bann er,
eins og kunnugt er ákaflega brattur framanverður, en norð-
ur af honum fer fjallsálman (Björninn) smáhækkandi upp
i Vatnajökul og eru Hágöngur (1120 m) alveg við jökul-
röndina. Austur af Hágöngum er Grænafjall og Grænalón
sést fvrir sunnan Grænafjail og falla skriðjöklar út í vatn-
jörð 17