Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 66
leikhúsgestum ljóst, að lófatakið að leikslokum ætti eklci að-
eins að tákna þakkir fyi'ir eina kvöldskemmtun, heldur væru
þeir í þetta sinn nokkurs konar fulltrúar Reykvíkinga yfir-
leitt, er þá máttu minnast 50 kvölda af frábærri skemmtun.
Hins vegar er þvi ekki að leyna, að glöggt gestsauga mátti
vel greina nokkur þreytumerki i meðferð leikendanna á
lilutverki sínu. Ivom það þó einkum fram í því, að ýms hinna
fínu kýnmiatriða, sem óperetta þessi er ríkulega gædd af
höfundarins Iiendi, voru nú orðið túlkuð með minni trú-
mennsku en í fyrra: ýkt, gerð grófari og jafnvel lengd til
muna; meira að segja hætt inn í nýjum smáatriðum. Allt
miðar þetta í þá átt, sem á „Hafnar-íslenzku“ (og kanski
„Revkvíksku“ líka) hefur vei-ið kallað að „spila fvrir galle-
riið“ — m. ö. o. leika á grófa og miður andríka strengi í
kýmni fjöldans. Hér er snúið inn á mjög varhugaverða hraut,
sem aðiljar óperttusýningarinnar eru í raun og veru hafnir
upp yfir. Nóg að fá slikt í „revyum“. — Hér er því miður
ekki rúm til að minnast einstakra leikenda; aðeins skulu
nefndar tvær ungfrúr. Sigrún Magnúsdóttir hafði hætt dans-
þátt sinn mjög verulega frá ])ví í fyrra — einnig að því, er
leik snertir. Dans Báru Sigurjónsdóttur var að vísu e. t. v.
ofboðlitið óskikkanlegur, en hins vegar svo fullur af hjart-
anlegu fjöri og ósvikinni glettni og raunverulegum yndis-
þokka, að vel hefði liún mátt verða aðnjótandi glaðlegra
undirtekta.
T) EVYURNAR höfum vér ekki átt kost á að sjá — og
J-^megum sjálfum oss um kenna, að þvi er „Halló, Amer-
íka!“ snertir — — vér getum ekki fengið af oss að segja
„því miður“, því töluverð raun er það öðrum þræði að sitja
undir þeirri fyrirlitningarfullu liáðlýsingu á islenzku þjóð-
lífi og mannlegu eðli, sem „revyurnar“ reykvísku eru orðn-
ar, ef marka má revyuna í fvrra. Hins vegar virðist almenn-
ingur hafa óblandna skemmtun af þeim. Og getum vér ekki
varizt þeirri hugsun, að þar fari eitthvað milli mála.
.4 næstu síðu byrjar bráðskemmtileg saga, sem lýkur i næsta hefti.
64 JÖRÐ