Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 29
Þó eru þeir til, og verður hér rætt noklcuð um einn þessara
íjíróttamanna, Einar Benediktsson skáld*).
UM EINAR liefur einn dómbærasti bókmenntafræðingur Is-
lendinga sagt, að hann bæri höfuð og herðar yfir alla sam-
tímamenn sína hérlenda á Bragahekk. Annar menntamaður
sagði, að með Einari rísi skáldlist Islendinga fyrst jafnhátt
og hún gerði á gullöld þeirra. Og ýmsir mætir aðdáendur
hins nýlátna snillings draga enga dul á þá skoðun sína, að
Einar muni hafa verið einn af spakvitrustu og snjöllustu
ljóðlistarmönnum heimsins á þessari öld.
Svo stór ummæli er auðveldara að staðhæfa en sanna, enda
vil ég ekki taka það að mér. En það er annað, sem ég hyggst
að rökræða. Einar hefur unnið íslenzkri tungu víðari og feg-
urri lönd en nokkur maður annar, og lotning hans fyrir æðsta
dýrgrip vor allra, málinu, hefur átt drýgstan þáttinn i því að
gera hann að þvi skáldi, sem raun her vitni.
Lífsferill Einars Benediktssonar er næsla æfintýralegur.
Hann fæddist að Elliðavatni í Mosfellssveit og ólst þar upp lil
Lu ára aldurs. Þá var faðir hans, Benedikt Sveinsson, sviftur
embætti sínu i yfirréttinum í Reykjavík, gerðist sýslumaður
i Þingéyjarsýslu og reisti hú á Héðinshöfða á Tjörnesi. Einar
gekk menntaveginn, eins og lcunnugt er, og dvaldi því fjar-
vistum missirum saman i Reykjavík og Ivaupmannahöfn. En
þó átti liann heima i Þingeyjarsýslu frá því snemma á æsku-
árum, þar til er hann var kominn á fertugsaldur. Þá verður
hann ritstjóri og málaflutningsmaður í Reykjavík og síðar
sýslumaður i Rangárvallasýslu. En Einar varð ekki mosa-
vaxinn í því embætti. Hann ýtir úr vör og fer í andlega víking
fit um heim, dvelur i stórhorgum álfunnar árum saman, afl-
ar sér menningar og fjár, nýtur lífsins og leitar æfintýra.
Hann fer sigurför um löndin, sezt við eldforna brunna sí-
gildrar listar, lætur draum sinn rætast um það að verða
heimsmenntaður maður og stórskáld. Glæsileiki, karl-
* Grein þessi er samin upp úr erindi, er höf. flutti austur á
Héraði skönnnu eftir andlát Einars Benediktssonar.
Jörð 27