Jörð - 01.06.1942, Blaðsíða 21
og hinir dimmbláu hamrar þess bera við liiminn, af Hvanna-
dalshnúk að sjá; virðast suðausturhlíðar Kverkfjalla vera
snjólausar, en að ofan er jölcull á fjöllunum, og virðist svo
sem vesturrönd fjallanna gangi inn undir Vatnajökul, og
að um samfellda íshreiðu sé að ræða. Og kemur það ef til
vill af þvi, að skriðjöklar ganga úr fjöllunum að suðvestan-
verðu og niður á meginjökulinn, að fjöllin sýnast ganga
inn í Vatnajökul, því að kunnugt er að Kverkfjöll eru sér-
stakur fjallaldasi, og að slcriðjöklar úr Vatnajökli ganga
fram á fjöllin og klofna á þeim, og lieitir vestri skriðjökull-
inn Dyngjujökull, en sá eystri Brúarjökull, og eru þetta tveir
af stærstu skriðjöklum landsins.
Langt norður af Vatnajöldi sést Herðubreið (1682 m) rétt
austur af Kverkfjöllum. Þctta dásamlega fallega fjall, sem
gnæfir liátt yfir önnur fjöll á þeim slóðum, sést ágætlega
með sína snarbrötlu og formfögru liamraveggi, en efst er
há strýta; svo virðist, héðan séð, sem enginn snjór sé á fjall-
inu, en áður fyrr var töluverður jökull fyrir ofan liamra-
heltið. Herðubreið er.eitt hið fallegasla og tignarlegasta fjall
hér á landi, og skipar þann sess með sóma að vera fjalla-
drottning Mývatnsöræfanna.
Hægra megin Kverkfjalla, en miklu nær, sjást svo Esju-
fjöll; þau eru undir suðurjaðri Vatnajökuls. Esjufjöll eru
stórhrikalegir fjallgarðar, sem ganga hérumbil frá suðri
til norðvesturs inn í Vatnajökul; er hér um margar fjalls-
eSgjar að ræða, með ótal tindum og hvössum eggjum og
ganga jöldar niður í dalbolnana; þó að fjöllin séu um 1700
metra há, þá hverfa þau inn undir Vatnajökul; klofnar
iweginjökullinn á fjöllunum, og eru hér efstu drög Breiða-
merkurjökuls. Miklu neðar sameinast jöklarnir aftur og
hafa þeir þá ekið óhemju miklu grjótrusli ofan úr fjöllum
iueð sér, og eru miklar aurrákir fvrir framan fjöllin, þar
sem þeir mætast, og ná aurnáldr þessar niður allan jökulinn
°g fram á Breiðamerkursand.
Fy i'ir framan Esjufjöll, en miklu nær, sjást Máfabyggðir.
bessi fjöll eru næstum því öll undir jökli, og gengur jökull-
mn alveg fram á brún fjallanna og brotnar þar fram af
J ÖRÐ 1q