Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 63
LEIKHÚSIÐ OG JÖRD
MEÐ liinni ítarlegu og eftirtektarverðu grein Guðbrands
Jónssonar í sumarmálaheftinu i fyrra vildi JÖRÐ
tálma, að hún liefur liug á því að sinna að staðaldri
leikhúsmálum — með það fyrir auga fyrst og fremst, að
reyna að styðja viðleitni þeirra manna, er öðrurn fremur
leggja verk i að lialda uppi og þroska leikstarfsemi og leik-
liúsmenningu í Reykjavík, og í öðru lagi að eiga hlut að
vakandi gagnrýni í vinarhug. Án slíkrar gagnrýni fær engin
menningarstarfsemi notið sín.
Vér skulum nú, án allra málalenginga, setja fram þrjú
atriði, sem vér álítum að líta heri á sem leiðarstjörnur í af-
stöðu allra vinsamlegra aðilja gagnvart þessari menningar-
viðleitni höfuðstaðarins, unz þau eru öll komin í framkvæmd:
1) Vér álitum, að íslenzk leikhúsmenning komist aldrei úr
kyrking, nema hinir helztu leikendanna geti lielgað sig list-
inni einni saman og haft af henni allt sitt lífsuppeldi. 2) Vér
álítum jafnframt nauðsynlegt fyrir þroskun íslenzkrar leik-
húsmenningar, að leikstarfsemin í Reykjavík fái miklu betra
l’.ús til umráða, — m. ö. o. að lögð verði raunveruleg áherzla
á ])að að koma Þjóðleikhúsinu í gagnið. 3) Vér álítu'm, að
éinmitt nú, á þessum mikla peningaveltutima, er amerískra
nienningaráhrifa og amerísks* stórhuga fer væntanlega að
gæta liér í landinu, en ameriskir hermenn, með vasana fulla
®f peningum, eigra um og vita ekki, hvað þeir eiga af sér að
gera og veifa ])á stundum heldur röngu tré en öngu, — nú
sé kominn tími til að liefjast lianda i fullri alvöru um fram-
kvænul heggja þessara undirstöðuatriða framfaranna i ís-
lenzkri leikhúsmenningu.
Að þessu sinni skal ekki fjölyrt um framangreind atriði,
en vér gerum ráð fvrir frjálsum umræðum um leikliúsmál
3 JORÐ næsta haust og vetur. En stuttorðar og gagnorðar
Verða þær greinar að vera, því rúmið er þvi miður miklu
takniarkaðra en skyldi.
JÖRD
61