Jörð - 01.06.1942, Side 85
— Hástökk: Skúli Guðmundsson (K.R.) 1.70 m. (671 st.). (2. og
3. m. Sigur'ður Norðdahl (Á.) og Oliver Steinn (Á.) stukku sömu hæð,
en felldu oftar). Langstökk: Óliver Steinn (Á.) 6.30 m. (637 st.).
Þristökk: Oddur Helgason (U.M.F. Selfoss) 13.15 m. (669 st.). (2.
ra., Skúli Guðmundsson (K.R.) stökk 13.12 m. og setti þar með nýtt
isl. drengjamet). Stangarstökk: Þorsteinn Magnússon (K.R.) 3.30 m.
(617 st.). — Spjótkast: Jón Hjartar (Knattsp.fél. Siglufj.) 52.65 m.
(637 st.). Kringlukast: Gunnar Huseby (K.R.) 42.32 m. (781 st.).
Kúluvarp: Gunnar Huseby 14.63 m. — nýtt isl. met (882 st.). (Gunn-
ar kastaði þetta sinn einu kasti, er varð ógilt fyrir lítilsháttar yfir-
stig — yfir kastmörk — er mældist 14.98 m.). Sleggjukast: Vilhjálm-
ur Guðmundsson (K.R.) 46.57 m. (811 st.). — Fimmtarþraut: Sig-
urður Finnsson 2834 st. (Afrek Sigurðar er nýtt islenzkt met. Fyrra
raetið var 2699 stig, og setti Sigurður það einnig á Meistaramóti
•—1940). — 10.000 m. ganga: Haukur Einarsson, Drangeyjarsund-
kappi, 58 min. 42 sek. (íslenzka metið, sem Haukur á einnig, er
52 mín. 48.2 sek.).
Tíu iþróttafélög létu skrá keppendur frá sér á Meistaramótið, en
eitt þeirra, a. m. k., átti þó engan keppanda á mótinu. Auk hinna
alkunnu íþróttafélaga Reykjavíkur, Ármanns, Í.R. og K.R., sendu
télög úr nágrenni bæjarins og fjarlægum landshlutum, eins og
Vestmannaeyjum og Sigluf., keppendur á mótið. Urðu sumir þess-
ara langt að komnu keppenda íslandsmeistarar, eins og áður er
sagt, og aðrir reyndust hinir hættulegustu keppinautar, þó ekki
tækist í þetta sinn að ná takmarkinu og verða íslandsmeistarar.
þetta vel farið og eins og það á að vera; á Meistaramótið eiga
að koma keppendur úr öllum landshlutum og keppa í drengileg-
ura leik um heiðurslaunin.
Meistaramótið var veðurheppið. Alla dagana var stillt og hlýtt
veður og hrautir höfðu glúpnað hæfilega af regni flesta daga, og
v°ru því eins og þær geta beztar verið á okkar mælikvarða. (Eng-
lendingar héldu hér íþróttamót við beztu skilyrði og kölluðu þó
Þrautirnar „leaden“ = blýþungar, og fannst litið til um gæði þeirra).
Mótinu var dreift á fleiri daga en nokkru sinni áður, og verður
að telja það óheppilegt að ýmsu leyti, t. d. fyrir aðkomu-kepp-
endur, en hvað afreksgetu kepp. snertir, ætti þetta að vera til bóta.
^agnstætt erlendri venju er það þó, þvi að flestar þjóðir útkljá
raeistaramót sin á 2—3 dögum. — Meistaramótið var illa sótt af
áhorfendum þrátt fyrir gott veður.
JpAÐ er leiðinlegt, hvað íslenzk frjálsiþróttamót eru slælega sótt
af ahnenningi, ekki eingöngu vegna tapreksturs þess, sem af því
raðir, heldur og vegna þess, að „lifandi" og áhugasamir áhorf-
cndur eru mikil lyftistöng fyrir afreksgetu keppenda. Standa marg-
qo