Jörð - 01.06.1942, Side 82
Ólafur Sveinsson:
Leikmótin í sumar sem leið
ÞAÐ má heita býsn og nýjung og minnisverð tíðindi okkur
íþróttamönnum, að ritstjóri almenns timarits óski eftir
grein um hugðarmál okkar; að minnsta koSti erum við slíku
óvanir. En grein þessi er skrifuð af þeirri ástæðu. Er gott til þess
að vita, og má ef til vill telja tákn hins nýja tíma. Ekki virðist
heldur úr vegi, — þó fyrr hefði verið — að eldri kynslóðin rétti
æskunni „örvandi hönd“ i þessu efni frekar en verið hefur, og
sjái ekki aðeins óþarfa spark og sprikl í æskuleiknum, sem „betur
væri notað til einhvers þarflegra“. Þvi uppeldisvisindi nútímans
virðast ekki lengur í vafa um, að sá eðlisþáttur, sem birtist í leik
æskunnar á öllum sviðum lífsins sé meðfram undirbúningur undir
alvarlegri hlutverk. Og vissulega eiga líka margir góða heilsu og
mikla starfsorku því að þakka að nokkru — og líklega meira en
flesta grunar, — að þeir höfðu vilja og tækifæri til að þroska sjálfa
sig á þennan hátt, — nenntu að hreyfa sig —, þvi iðnaður og inni-
störf nútímans eru lítt þroskavænleg i þessu efni.
T EIKMÓTIN i fyrrasumar voru þrjú, auk Drengjamótsins og inn-
1-* anfélagsmóta stærstu iþróttafélaganna hér i hænum — og svo
Oldungamótsins, er háð var i sambandi við Meistaramótið. Fyrst
var Iþróttahátíðin 17. júní — samkvæmt fastri venju, — svo var
Leikmót Norðlendinga og Sunnlendinga háð á Akureyri dagana
21. og 22. júní, og loks Meistaramót Í.S.Í. 23.—27. ágúst.
1 ÖRÐ gat, í sumarhefti sínu í fyrra, sigurvegaranna á íþrótta-
hátíðinni, en af því að eg mun segja nokkuð frekar frá þessu
móti en gert var þar, og vegna samræmis við frásögn mína um
hin mótin, mun eg taka nöfn þeirra og afrek með i þessa grein.
100 m. hlaup: Brandur Brynjólfsson (Á.) 11.5 sek. (710 stig).
800 m. hlaup: Sigurgeir Ársælsson (Á.) 2 mín. 4.2 sek. (709 stig).
5000 m. hlaup: Jón Jónsson (K.V.) 10 min. 40.6 sek. (068 st.). 1000
m. (400—300—200—100 m.) boðhlaup: Knattspyrnufél. Rvikur 2
min. 8.3 sek. — Ilástökk: Sig. Norðdahl (Á.) 1.71 m. (682 st.). (2. mað-
ur, Skúli Guðmundsson, fór sömu hæð, en þurfti fleiri stökk). Lang-
stökk: Ólivcr Steinn (Á.) 6.50 m. (676 st.). — Kringlukast: Gunn-
ar Huseby (K.R.) 42.58 m. (789 st.). Kúluvarp: Gunnar Huseby
(K.R.) 14.22 m. (839 st.).
Afrek keppenda eru ágæt, svo snennna á sumri, og í sumum grein-
um afhragð, eins og t. d. i báðum köstunum. Samkepimi var hörð
80 JÖRD