Jörð - 01.06.1942, Síða 118
reynd, sem auðvelt er að rökstyðja. Kínverskt máltæki segir:
„Það er ekki liægt að slcera út fúinn við“. En liér við má
bæla þessu: Dýr og vel útskorinn viður getur fúnað í raka-
fullu og vondu umhverfi. Hvortlveggja er þetta satt. Ekki
er liægt að hyggja upp sterkt og heilbrigt þjóðfélag úr skap-
gerðarveilum einstaklingum. En jafnvel drengskaparmenn
geta spillst í ranglátu og mannskemmandi þjóðskipulagi.
ALLAR ÞJÓÐIR hafa orðið að verjast hættum innávið
og útávið. Hverri þjóð er það ekki minni vandi að verj-
ast sjálfri sér — hættunni innan frá, lieldur en hinum utan-
aðkomandi óvini. Innbyrðist hættan er: stjórnmálaspilling,
rangsleitni og ójöfnuður, en þessu fylgir aftur lömuð réttar-
meðvitund og spilling í félagslifi þjóðarinnar, óánægja,
gremja og jafnvel hatur, harðvítugur flokkadráttur, stétta-
barátta, sem að síðustu getur leitt til byltingar, en bylting-
arnar enda svo aftur í einræði.
EGAR, eins og fyrr á tímum, búið var að hengja hinn
þunga myllustein valdræningjanna — aðalinn — um
hálsinn á konungsvaldinu, þá hlaut það að söklcva með lion-
um, eins og t. d. í Frakklandi. Lýðurinn þoldi ekki lengur
kúgunina og tók stjórnina i sínar liendur. Þar með fæðist
lýðræðið. En hvað er nú átt við með þessu, sem ahnennt er
kallað lýðræði? Átli lýðurinn að ráða og stjórna? Getur
hann ráðið og stjórnað? Og hvernig þá?
Þegar talað er um lýðræði, þá er vafalaust fyrst og fremst
ált við lýðfrelsi. Lýðurinn vill hafa fullt frelsi til þess að
hugsa, tala, trúa eins og honum þóknast og frelsi til allra
heiðarlegra athafna. En til þess, að liann geti notið þessa
frelsis, verður hann að búa við góða og réttláta stjórn, sem
þannig er stofnuð og skipulögð, að réttlætið ríki en ekki
valdið. Lýðnum er ekki nóg að hafa fullt frelsi, því það el'
frelsi bæði lil ills og góðs, frelsi til bjargar en einnig til
tortímingar, frelsi til þess að gera gott og einnig til þess að
arðræna náungann, frelsi til jæss að taka í hönd náungans
og einnig til þess að slá hann, frelsi til þess að drottna yf>r
116 jöbp