Jörð - 01.06.1942, Síða 42
til Reykhólasveitar. Svo að segja beint í norður liggur
Barmahlíð — „hlíðin mín fríða, lijalla meður græna“. Til
vesturs og útsuðurs Breiðafjörðurinn með óleljandi eyj-
um, en þar fyrir utan tekur iitsærinn við.
Heimilið okkar lá á svokallaðri Heimaey, en eyjar og
liólmar í þyrpingu um hana, þannig að lengst var til Hrapps-
eyjar, en þó ekki meir en 20 minútna róður.
Eyjarnar 'eru allar fremur lágar. Þó eru hingað og þang-
að klettahelti, nokkrar mannhæðir. Má þar sjá raðir af pró-
föstum með hvita bringu, en svo er lundinn kallaður í Breiða-
firði. Ég hygg, að hálftíma gangur sé í kringum stærstu eyj-
una. Þær eru allar grasi vaxnar, sumar einnig njóla, livönn
og mel.
Viljið þið heyra nokkur eyjanöfn? Akurey, Arnórseyjar,
Björgúlfsey, Helgaey, Hrappsey, Vaktarey, Iíöfn, Lyngey,
Skjaldarey, Klofrífur og Magáll. Eins og þið heyrið, ekki
nýtízkunöfn. Á nútiðarmáli mundu eyjarnar heila: Dúlluey,
Gigíey, Dídíhólmi og Öhbusker. ‘
Um fjöru, þegar sól gengur að Ægi, slær purpuralit á eyja-
sundin sökum liins rauða þaragróðurs. Þið munuð ef til vill
halda, að hér sé um æfintýrablæ endurminninganna að ræða,
c-n svo er ekki, því að af Kerlingarskarði fyrir ofan Stykkis-
liólm, kvöld eitt í júnímánuði, þegar ég var orðinn fulltiða
maður, sá ég sömu sýnina. Vogarnir við Bjarnarhöfn loguðu
rauðir í kvöldsólinni.
Um varptímann er unaðslegt í Breiðafjarðareyjum. í lofti
fiögra máfar og veiðibjöllur, krummar og kjóar, að ó-
gleymdri hinni síkviku og sískrækjandi kriu. í fjörunni
hleypur tjaldur, sandlóa og sendlingur. 1 djúpinu liggja flyðr-
ur og smákoli og i þaranum gnægð rauðmaga. Eyjasundin
eru iðandi og lifandi af fuglum: lunda, teistum, æðarfugli
og öndum með himinbláa kolla og marglita spegla í vængj
um. 1 logni myndast rákir á sjónum eftir alla fuglamergðina,
og allt í einu skýtur upp úr þessum rákum móbrúriu, stóru
höfði með yfirskeggi (veiðikömpum). Augun eru snör og
tinnusvört, likjast fögrum, vinalegum mannsaugum. Þar
fer selurinn.
40
JORD