Jörð - 01.06.1942, Síða 60
ÓNLISTARFÉLAGIÐ gekkst fyrir nokkrum liljómleik-
J- um að vanda. Á vegum þess liélt Hljómsveit Reykja-
víkur Mozarthljómleika í lok ársins, með aðstoð Björns ÓI-
afssonar, en um vorið hafði Hljómsveitin flutt tvö ný is-
lenzk hljómsveilarverk, „Tilbrigði yfir íslenzkt sálmalag“
eftir Hallgrím Helgason og „Draugadans“ úr sjónleiknum
Skuggasveinn eftir Karl O. Runólfsson. Á vegum félagsins
hélt og Páll ísólfsson orgeltónleika i Dómkirkjunni um
haustið. Páll er afburðaorgelleikari og tónverkunum er ekki
fisjað saman, er liann leikur. Er því gott á hann að hlýða,
ogfer sá hópur stækkandi, sem kann að meta lisl lians. Enn-
fremur hélt Árni Kristjánsson píanóliljómleika um sumarið
og verður drepið á þá hér á eflir.
PÍANÓHLJÓMLEIKAR. Árni Ivristjánsson hélt Chopin-
kvöld í júní. Honum veitist fá eðá engin tónskáld eins
létt að leika og Chopin. Það kom einna ljósast fram í me^-
ferð hans á prelúdíunum, þessu sundurlausa en litauðuga
safni af sígildum smáperlum, en hjá honum birlist sérkenni
hverrar fyrir sig í hinu skrautlegasta ljósi. En h-moll són-
alan varð þó engu síður minnisstæð þeim, er á hlýddu, þvi
leikur lians var skapmikill og frumlegur á köflum. Chopins-
tónsmíðar eru skáldlegar og maður finnur ilminn, þegar
Árni er við ldjóðfærið. •— Rögnvaldur Sigurjónsson píanó-
leikari lék um haustið sónötur eftir Mozart, Beethoven
og Chopin. Hann hefur milda leikni og velþjálfaða og er
ávallt að stækka sem pianóleikari. Hann stendur iiú í fremstu
röð íslenzkra tónlistarmanna. — Ungfrú Margrét Eiríks-
dóttir liélt píanóhljómleika í sama mánuði. Hún er dugleg-
ur pianóleilcari, en hefur ekki snerpu og fjör Rögnvalds.
IRKJUTÓNVERK. Merkilegur þáttur í sönglífi höfuðstað-
arins er flutningur hinna stóru kirkjutónverka. Laust
fyrir áramótin 1939—40 hafði Tónlistarfélagið gengist fyrir
því, að óratóríið „Messías“ eftir Hándel var flutt í Frí-
kirkjunni undir stjórn Dr. Victors von Urbantschitsch og
tókst sérstaklega vel, að þvi er snertir kórhlutverkin. Á okk-
58 JÖRÐ