Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 74
„Það er nóg, herra minn,“ sagði Ósra og benti á tening-
ana, sem hún hafði kastað, „tveir og einn“.
Nýr glampi kom i augu greifans, hann hljóp til heimar og
hafði nær þrifið öskjuna. En skyndilega stillti hann sig,
hneigði sig og sagði:
„Kastið þér á undan að þessu sinni; gerið það, frú mín, ef
yður finnst það ekki verra.“
„Mér er sama,“ sagði Ósra og hristi og kastaði i þriðja
sinn. Þegar hún lyfti öskjunni voru sjö uppi á teningunum.
Breitt hros færðist á varir greifans, því að liann taldi sig
vissan um meira en sjö, því að liann hafði yfirstigið ellefu,
þegar liann vann Zenda-kastala, sem hann hafði nú lagt
undir á móti Ósru prinsessu. En augu lians hvíldu á henni
athugul og kæn, og hann hélt öskjunni í axlarhæð með hægri
hendi.
Þá kom skyndilega vanmáttur yfir prinsessuna og örugg-
leiki Iiennar bilaði; hún leit undan augnatilliti hans og
treystist ekki til að hlusta á fall teninganna, og hún sneri sér
Undan, áður en liann kastaði, og stóð þannig. En liann hafði
vakandi auga á henni og færði sig svo nálægt horðinu, að
hann laut yfir það. Ósra sá andlit sitt í speglinum og hnykkti
við, live það var fölt og ótlaslegið og andlitsdrættirnir strengd-
ir, eins og hún þjáðist mjög. En liún gaf ekkert hljóð frá sér.
Teningarnir skröltu í öskjunni og ultu á horðið, og svo
var drykklöng þögn, en síðan hrópaði Nikulás greifi af
Festenhurg titrandi og óstyrkri röddu: „Átta, átta, átta.“
En áður en hann hafði sleppt síðasta orðinu, snerist Ósra
prinsessa við honum með leifturhraða. Hún ljdti handleggn-
um, svo að við, hvit ermin féll frá sívölum arminum. Hún
benti á greifann og lirópaði:
„Þér höfðuð svilc i frammi!“
Nikulás greifi liafði ekki lekið eftir speglinum, sem hún
liafði séð fölt andlit sitt í, og — hún hafði séð liann kasta,
séð hann standa augnablik yfir teningunum: svipur hans
var trylltur og skuggalegur, þegar hann kastaði; og svo hafði
hún séð hann gera snögga smáhreyfingu með vinstri hend-
inni, drepa fingrunum htillega á teninginn og snúa honum.
72
JORÐ