Jörð - 01.06.1942, Side 112
stærsta iðnaðarátak mannkynssögUnuar. .\llar likur benda
111, að farið verði fram úr síðustu áætlun, enda var skipa-
ijónið í vor meira en nokkru sinni fyrr.
ANNAÐ af stærstu vandamálum Bandamanna, á fram-
leiðslusviðinu, er gúmmið. Bandaríkin liafa síðustu árin
notað um (500000 smálestir af gúmmi. 90% þess hafa þau
fengið frá löndum, sem Japanar hafa nú tekið. Xð vísu má
húa gúmm til í verksmiðjum, en síðastliðið ár framleiddu
Bandaríkin aðeins 12000 smálestir þannig, en gera ráð fyrir
100000 smálesta framleiðslu á þessu ári. Gúmm má búa til úr
kolum og kartöflum og mörgu öðru. Bandaríkjamenn ráð-
gera að vinna það aðallega úr jarðolíu, og kvað hún vera
hezta hráefnið.
RÚSSLAND
EFUR VAKIÐ undrun og aðdáun allra j)jóða, með því að
■*—i- leiða í ljós — rétt eftir haxið við Finna —, að það er fært
um að þreyta fang við þýzka herinn svo, að vart má á milli
sjá, livor sterkari sé. Að vísu urðu Rússar að láta mjög und-
an síga í sumar er leið og þeir eru mjög liáðir hergagnaflutn-
ingum frá Bretum og Bandarikjamönnum. En Þjóðverjar
verða lika að kreista ítali, Rúmena, Ungverja, Slóvaka og
Finna eins og svampa sér til fulltingis i viðureigninni og
nota vinnual'l undirokuðu þjóðanna fram yfir það, er gæti-
legt getur lalizt fyrir sjálfa þá. Þeir hafa m. a. neyðst til að
flytja rússneskt verksmiðjufólk í verksmiðjur hinna loft-
hrelldu Rínarhéraða í stórum stil, og kynni því að vera sam-
íara töluverð hælta á njósnum og skemmdarverkum — ekki
aðeins á vélum og varningi, heldur engu síður á „rétttrún-
aði“ þess þýzlca almúga, sem kominn er af æskualdri og
man þá tíð, er hann hataði Ilitler og hændist að kommún-
ismanum.
„Alll er stórt á mér“ er liaft eftir kerlingu nokkurri og á
það við um Rússland. Sagan hefur sýnt, að þess háttar ríki
geta orðið seig undir tönn, jafnvel fyrir hin harðvítugustu
herveldi. Varaíorði þeirra virðist óþrjótandi; jafnt ervið-
leikar og möguleikar eru gevsilegir í landi, sem er geysilegt að
110 - jöbð