Jörð - 01.06.1942, Blaðsíða 90
melið á hann líka með Geir Gígju, — 4 mín. 11 sek., — en hann
setti met sitt hér, en Geir i Kaupmannahöfn — og því við lakari
skilyrði. Hann á hezta 800 m. tíma, sem náðst hefur af íslendingi
hér á landi — 2 mín. 2.2 sek., — líka með Geir Gígju. Styrkur
hans liggur hvað mest í því, að hann getur hlaupið sitt eigið lilaup,
með jöfnum og ágætum liraða frá byrjun til enda, hvort sem hann
hefur nokkra samkeppi eða enga, — en á þó ágætan og snarpan
endasprett, ef þörf gerist, og sýndi það vel á 400 m. á Meistara-
mótinu síðastl. haust. — Ef eg mætti gefa þessum ágæta og reynda
íþróttamanni ráðleggingu,, þá er liún sú, að einbeita æfingu sinni
meira að miliivegalengdahlaupunum i sumar; mundi engum koma á
óvart, þótt hann færi þá 800 m. undir 2 mín. og 1500 m. undir 4:10,
ef hann gerði það — og æfði íþróttaleikfimi duglega að vetrinum.
— Ef Sigurgeir hefði notið beztu þjálfunar, mundi hann vera orð-
inn einn af beztu hlaupurum á Norðurlöndum, eins og Jón Kaldal'
var á sínum tíma, og vonandi hefur hann aðstöðu til að taka enn
miklum framförum, þótt hériend skilyrði til íþróttaþroskunar séu
því miður ennþá mjög bágborin. — Skúli Guðmundsson er, eins
og Gunnar Huseby, einn af okkar glæsilegustu „coming-men" og
enn i drengjaflokknum, og mega afrek hans í sumar þvi teljast
ágætisafrek — þótt ekki séu í allra hæsta flokki. Ilann er aðeins
17 ára. Afrek hans í hástökki, 1.75 m. (á innanfélagsmóti K.H.) og
þristökki, 13.12 m., eru hvorttveggja drengjamet, — og meðal þeirra
bezlu. Hann stekkur, i hástökki, upp af hægra fæti, með atrennu
frá vinstri, og notar hinn fallega háskólastíl (Gollege style), sem
Ameríkumenn nefndu svo, af því að hann var fyrst iðkaður við
háskóla þeirra. Skúli stekkur fallega, en iiggur ekki enn nógu hlið-
hallur, —- höfuðið og efri búkinn ber of hátt, — meðan siljandinn
fer yfir rána. Þetta getur orsakast af því, að Skúli er hávaxinn
og á þvi óhægt með eldsnöggar hreyfingar i loftinu, en iillir menn
ná þessu bezt, án þess að ráin sé í hættu. Hann skortir enn lals-
vert á góðan aðsnúning að ránni í síðari hluta stökksins. Stökk-
lag Skúla minnir mikið á stökklag Finnans Kotkas, sem stökk 2.00'
slétta á Olympíuleikunum i Berlin og setti síðar Evrópumet með
2.04 m. stökki. Kotkas er mjög stórvaxinn. Hann stekkur af vinstri
fæti og á illt með að „liggja út af“ hæst í stökkinu. Íþróttaírömuðir
Svía dáðust að stökkstíl hans, hvað mest fyrir það, hvað liann var
hreinn og beinn og laus við allar „negrakúnstir“ eða dýfustökk, eins
og sáust hjá einstaka keppendum í Berlín, og síðar mun hafa náð
nokkurri hefð því miður. Er gott til þess að vita, að Skúli verð-
ur ekki í hópi vafagcplanna hvað stökklag snertir, því að trú mín er,
aö hann eigi mikla framtíð fyrir sér sem hástökkvari og verði
fyrirmynd hinna yngri á þvi sviði. — Sigurður Finnsson vann ágæt
afrek í báðum fjölþrautunum í fyrra sumar, — í Fimmlarþrautinni á
88 JÖRD