Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 80
Garðarnir í júní
YORIÐ er liðið lijá. Sáningartíminn er útrunninn. En
eitt slarfið kallar að á eftir öðru og nóg er enn, sem
gera þarf í görðunum, ef árangur á að verða góður af
ræktuninni.
Eitt af störfum þeim, sem nú ríður mest á, að séu fljótt
og vel af hendi leyst, er gróðursetningin. Plöntur, blóm og
káltegundir Iiafa nú viða niáð hæfilegum þroska í vermi- eða
sáðreitum, lil gróðursetningar, og þurfa nú að fá meira rými,
til að geta vaxið eðlilega, og því þarf að vinda bráðan bug
að því að gróðursetja þær í garðinum.
Þá er i fyrsta lagi um að gera að reyna að hafa allt í röð
og reglu og að vita, livert vaxtarrými hentar hverri tegund
hezt. Engin planta nær þeim þroska, sem henni er ætlað að
ná, nema því aðeins, að hún hafi nægilegt rúm. Raðir eiga
alltaf að vera beinar og jafnlangt milli plantna í röðum,
því þá er stórum auðveldara að hirða um þær — og evða
illgresinu á milli þeirra. Ennfremur setur það fagran svip á
garðinn, ef allt er þar „eftir snúru“, og auk þess nýtist þá
garðlandið bezt. Áður en farið er að gróðursetja, þarf að
stinga beðin vel og snyrtilega upp og bera vel á, og jafna
yfir beðið sem nákvæmlegast með hrifu. Áður en plönturn-
ar, sem gróðursetja skal, eru teknar upp úr vermireitnum,
skal vökva þeim svo vel, að moldin gegnblotni, því þá loðir
moldin betur við ræturnar.
Tvær aðferðir eru aðallega hafðar við að gróðursetja; við
aðra er notaður gróðursetningarhæll, en við hina svonefnd
plöntuskeið. Er liællinn handhægara áhald, þegar um smærri
plöntur er að ræða, en plöntuskeiðin nauðsynleg, þegar
plönturnar eru orðnar svo stórar, að dálítill moldarhnaus
fylgir þeim. Gróðursetningarhællinn er sívalur og oddmjór,
25—30 cm langur. Með honum er stungin hola þar, sem
plantan á að slanda, og gerð hæfilega víð. Er plöntunni síðan
stungið hæfilega djúpt í lioluna og athugað, að rótin hangi
78 JÖRÐ