Jörð - 01.06.1942, Blaðsíða 119
öðrum, ef getan er aðeins til þess. Að vísu eru selt refsiákvæði f
i lög þjóðarinnar, er hegni mönnum fyrir afbrot og glæpi,
en þetta er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið í
liann. Þess vegna þarf fyrst og fremst að fyrirbyggja eins
og unnt er, með heppilegri takmörkun frelsisins, álla mis-
notkun ])ess, en slíkl öryg'gi á bið réttstofnaða og heppilega
skipulagða réttar-ríki að veita allri þjóðinni.
Lýðfrelsinu fylgir réttur manna til ]>ess að stofna sérliags-
munafélög, stéttafélög og flokka. En vegna þess að lýðræðið,
eins og það hefur þróast á meðal þjóðanna, setur ekki nægi-
lega t)-yggingn, eða jafnvel enga tryggingu fyrir jafnvægi
allra stétta og' rétti allra þegna þjóðfélagsins, og þannig hag
heildarinnar, ])á befur sérbagsmuna- flokka- og stéttaskipl-
ingin lent út i slíkar öfgar, að sérbagsmunastéttirnar liafa
seinast orðið sjálfum sér óbeinlínis fjandsamlegar. Til dæm-
)s: ef einlivér stétt eða eitthvert kerfi legst svo þungt á í
eiginhagsmuna sókn sinni, að það raski lieilbrigðu jafnvægi
heildarinnar, þá hlýtur tjón iieildarinnar seinast að lenda
einnig á þessu sérstaka kerfi og skaða það, sem hefur orðið
til þess að raska jafnvægi heildarinnar með hinni óhömdu
eiginhagsmunastreitu. Slík stétt hlýtur að reka sig á lögmál-
ið, er segir: „sá, sem vill hjarga lífi sínu, mun týna því“, eða:
sá, sem taumlaust hugsar aðeins um sinn hag, fyrst og fremst
nm sinn hag og sinn hag eingöngu, hlýtur að skaða Iieildina
°g þannig að síðustu einnig sig sjálfan, sem er hluti af heild-
inni.
Má hér benda á sem dæmi, að sumstaðar i Baudaríkjun-
lun var sérhagsmunatogstreita vissra stétta komin í slíkar
ogöngur, að hin eðlilega þróun atvinnulifsins liafði stiflast
1 sumum stórborguuum ])annig, að þar sem sóknin i gegn-
om skipulagningu stéttanna var harðvítugust, hafði iðnaðar-
maðurinn ekki nema einnar klukkustundar vinnu (í Cleve-
iand), meðan hann iá öðrum stöðum (Los Angeles) hafði 14
stunda vinnu. í sjálfu þjóðskipulaginu var ekkert öryggi til,
er komið gæti í veg fyirr þessa óheilbrigðu þróun og gert
hana lieilbrigða og þjóðholla.
JÖRD
117