Jörð - 01.06.1942, Side 99
stráð á jörðina fyrir framan stengurnar, til þess að þar
væri ekki sleipt. Síðan hófst keppnin. Hinir ungu höfð-
ingjasynir girtu skikkjurnar upp um mittið og fóru að
stökkva; þversláin var höfð fjögur eða fimm fet frá jörðu.
Það var fallegt að sjá, hve mjúklega þeir stukku, en
ekki tiltakanlegt sem afrek.
Rúdahigva konungur hefur líklega lekið eftir því, að
ég varð ekkert forviða. Hann víkur sér að mér og glettn-
in spriklaði í augunum. Segir hann mér, að ég skuli
standa undir þverslánni.
Mér leizt ekki á þetta. Ég er 6 fet á hæð og korkhjálm-
urinn hækkaði mig um 6 þumlunga. Ég fór samt á minn
stað og var þversláin lögð á sinn stað yfir liöfði mér.
Þá sá ég sjón, sem aldrei hefur sézt á neinu Olympíu-
móti og ég gleymi aldrei.
Hinir ungu liöfðingjasynir tóku nú að svífa yfir liöfði
°iér. Svo hljóðlega skopuðu þeir skeiðið, að ég heyrði
ekki til þeirra. Fyrir sjónum minum birtist löng, löng,
samfelld flyksa, sem virlist fljóta fyrirliafnarlaust yfir
liöfði mér og lenda á jörðunni fyrir framan mig, létt og
eðlilega, eins og fugl settist.
Og eftir liverja atrennu var þversláin smá hækkuð, þang-
að til hún að síðustu var 8 fet yfir jörðu, og þá var ég
°rðinn hissa.
ONUNGUR hauð mér á skemmtun, sem hann lét lialda
til heiðurs leiðangri mínum, og þótti mér mjög vænt
um það.
Við komum til hirðarinnar árla morguns i glitrandi sól-
skini og fjörgandi fjallalofti. Hið mikla torg utan við höll-
ina var fullt af Vatússa-stórmenni og fylgdarliði þess.
Éúdahigva tók á móti okkur í drifhvítri skikkju með
furðulegri kórónu á höfði og blæju úr perlurunum, eins
°S drjúpandi ljósdropum, fyrir andlitinu. Hann var eins
°g vera frá löngu liðnum öldum.
Þegar hátíðin byrjaði, fylltist torgið svo af lióflausu
fitskrúði, af trylllu og fögru hljóðfalli og æfintýralegum,
JÖRð gy