Jörð - 01.06.1942, Síða 45
í enn öðrn liandriti (Lbs. 1124, 4to) lýsir Gísli útför síra
Eggerts og erfi. Mun vart á siðari öldum stórmannlegar hafa
verið að gengið en að erfi þessu. Stóð fyrir því síra Friðrik,
sonur sira Eggerts, er sig kallaði fyrstur Eggerz sinna kyns-
manna, en áður hafði síra Eggert sagt fyrir uni, liversu fram
skyldi fara. Svo segir Gísli (orðrétt):
■/ „Eggert prestur tiltók sjálfur 300 spesíur til útfarar sinnar
og konu sinnar. Ræddu vfir honum Þorleifur prófastur Jóns-
son frá Hvammi, Ólafur prestur Einarsson Johnsen frá
Breiðaljólsstað (þ. e. Stað á Reykjanesi) og Ólafur prestur
Þorvaldsson úr Saurbæjarþingum (síðast prestur i Yiðvík).
A'eizla var hin viðhafnarlegasta og madeiravín eitl drukkið,
og nále'ga jafnt veitt boðnum sem óhoðnum. Prófasti voru
gefnar 30 spesíur i líksöngseyri, en Ölafi presti Johnsen 20
spesíur, gullhringur, silfurdósir, hin mesta gersemi, og horð-
sigurverk. Ólafi presti Þorvaldssyni 10 spesíur. Síðan kom
Eriðrik prestur Eggertsson með silfurkönnu mikla, er kost-
aði 30 spesíur, og rctti Kristjáni sýslumanni Skúlasyni (Magn-
ússen, oft í tali nefndur kammerráðið á Skarði) og kallaði
hina fvrstu gjöf Eggerts prests til hans og hina síðustu kveðju
hans með. Kristján viknaði við og mælti: „Við vorum aldrei
óvinir“. Ólafur prestur Johnsen mælti: „Veiztu, livað þú átt
að gera við könnu ])essa, Magnússen? Gráta hana fulla fyrir
allar skammir þínar við þann sálaða“. Kristján mælti: „Far
þú hölvaður“. — Og enginn fór sá frá erfinu, að eigi væri
hann með gjöfum út leystur, livort lieldur boðinn var eða
óhoðinn: hér um bil tveim spesíum og madeiravínflösku á
heinileiðina, og þóttust engir slíkt erfi vitað liafa á liinum
seinni tíðum að rausn og gjöfum. Eggert prestur liggur í
Búðardal“.
Eftir þetta innskot læt eg verlc afa míns lala.
|J"ES það, er gamli maðurinn hyggði 1859 og ég er uppal-
inn i, leit þannig út: Það stóð rétt á sjávarbakkanum.
hyrir framan húsið var girtur, sléttnr grasvöllur. Gangstétt
Var hlaðin við framhlið liússins, er vissi að sjónum. En fyrir
Jörð 43