Jörð - 01.06.1942, Síða 31
þeim árangri, að þessi íþrótt iþróttanna í andlegu lífi íslend-
inga hefur nú hlotið veglegra gengi en nokkru sinni áður í
sögu þjóðarinnar. Eg hygg varla ofmælt, að engum einum
manni sé það meira að þakka en Einari Benediktssyni.
Ég vil gefa á þessu nánari skýringu. Einar er viðurkenndur
sem lárviðarskáld Islendinga á þessari öld. Hann er dáður af
vitrustu mönnum samtíðar sinnar fyrir djúpsæja lífsskoðun.
Hann er tignaður sökum trausts þess, er liann her til íslenzkr-
ar þjóðar og trúar hans á hlutverki liennar og tungunnar,
sem hún talar. Honum er alvara, þegar liann segir:
„Ég' skildi, að orð er á Islandi til
yfir allt, sem er hugsað á Jörð“.
Sumir telja þetta eflaust ýkjur, að vísu fagrar skáldaýkjur.
Aðrir, þeir bjartsýnni, skoða þessi frægu ummæli sem draum-
sjón í hillingum, þegar íslenzk þjóðmenning er komin vel á
veg með að fara sigurför um heiminn. Látum svo vera, að
það sé draumsýn. En Einar Benediktsson hefur þá fært sönn-
nr á réttmæti hennar, með þvi að stuðla öðrum islenzkum
niönnum fremur að því að lála hana rætast.
En með þessu er ekki sögð öll sagan um viðskipti Einars
f>g íslenzkrar tungu. Hún er honum ekki einungis miðill lmgs-
ananna, lieldur líka aflvaki þeirra. Málið er ofursterk orku-
iind, „heilagt mál“, eins og Einari farast orð í kjarnmiklu
kvæði um Egil Skallagrímsson, ofurmennið og vikinginn,
scm hann likist án efa mest allra seínni tíma manna. Og þó
að Einar hafi ekki lagl fvrir sig mannvíg, eins og Egill, áttu
háðir víkingslund. Þeir voru báðir hamslausir afreksmenn
°g æfintýra. Báðum svall þeim í brjósti „órótt ólgublóð“.
Báðum var ísland eilt of litið, til þess að drýgja þá dáð, sem
efni stóðu til.
Eg nefni þá Eigil og Einar í sömu andránni, þó að nálega
iiu alda haf sé á milli þeirra. Einar hefir skilið Egil vel og
iýst honum betur en aðrir menn í ljóði. Sú lýsing á líka mæta
vel við Einar sjálfan um vald málsins:
„Þess orð féllu ýmist sem Iiamars högg,
eða hvinu sem eggjar, bitur og snögg — —------.
JÖRÐ
29