Jörð - 01.06.1942, Qupperneq 84
Sunnanmenn 2 min. 9.8 sek. (NorSiingar voru rúmri sek. siðri). —
Hástökk: Skúli Guðmundsson (S.) 1.69 m. (660 st.). Langstökk:
Óliver Steinn (S.) 6.14 m. (589 st.). Brautin var slæm og stokkið
móti vindi. Var því árangurinn svo bágur, að af um 50 stökkum —
allra keppenda — var aðeins þetta eina yfir 6 metra. Þristökk:
Skúli Guðmundsson (S.) 12.86 m. (631 st.). ^2. maður, Jón Hjart-
ar (N.) stökk 12.80 m.). Stangarstökk: Þorsteinn Magnússon (S.)
3.10 m. (538 st.). Stökkskilyrði voru ekki 'góð; má nokkuð kenna
því hinn lélega árangur. Annars hefur stangarstökkið lengi verið
okkar lélegasta stökkgrein. — Spjótkast: Jón Hjartar (N.) 53.21 m.
(647 st.). (2. maður, Jens Magnússon (S.), kastaði 52.23 m. og 3.
maður (S.) var líka yfir 50 m.) — Kringlukast: Gunnar Huseby 42.82
m. (797 st.). Kúluvarp: Gunnar Huseby (S.) 13.59 m. (774 st.).
Mót þetta, sem var nokkurskonar útbreiðslumót, þótti takast ágæt-
lega. Er það fyrsta sinn, sem svo stórt mót er háð á Akureyri, og
er það vel, að Akureyringar hafa fengið aðstæður til að halda slík
mót og vonandi, að framvegis verði a.m.k. eitt tandsmót háð þar
árlega. Auðséð er, að Norðlendinga skortir enn vél æfða iþrótta-
menn, því að öll beztu afrekin eru unnin af Sunnlendingum. Árang-
ur ýmsra keppenda þeirra sýnir þó, að þeir eiga góð íþrótta-
mannaefni, er nokkra æfingu hafa fengið. Vantar hér að líkind-
um aðeins herzlumuninn i æfingu og ástundun, til þess að Norð-
lcndingar eignist íslenzka methafa eða níeistara í fleiri greinum
en spjótkastinu. Með Norðlendingum kepptu og Austfirðingar og
unnu bróðurlilutann af heiðrinum, þvi í hópi þeirra eru ágætir
íþróttamenn, eins og Björn Jónsson og Brynjólfur Ingólfsson frá
Seyðisfirði. Sunnlendingar voru taldir vinna mótið með 205% stigi
gegn 92 st. Norðlendinga. Stafar það að nokkru leyti af því, að
Sunnlendingar voru liðfleiri og koniu fleiri mönnum í úrslit, — en
stig voru reiknuð af 6 beztu keppendum, — 1. maður 6 st., 2. m. 5 st.,
3. m. 4 st. o. s. frv. Veður var gott báða dagana, en allsnarpur
vindur háði samt nokkuð seinni daginn.
Meistaramótið, 23.—27. ágúst. — íslandsmeistarar urðu:
100 m. hlaup: Jóhann Bernharð (K.R.) 11.7 sek. (662 st.). (Bránd-
ur Brynjólfsson tók ekki þátt í mótinu, en var þó á skrá). 200 m.
hlaup: Baldur Möller (Á.) 23.8 sek. (669 st.). 400 m. hlaup: Sigur-
geir Ársælsson (Á.) 52.6 sek., — sami timi og metið (735 st.). 800
m. hlaup: Sigurgeir Ársælsson (Á.) 2 min. 2.8 sek. (738 st.). 1500
m. hlaup: Sigurgeir Ársælsson 4 min. 16.8 sek. (739 st.). 5000 m.
hlaup: Jón .Tónsson (Knattsp.fél. Vestme.) 16 min. 34.6 sek. (682
st.). 10.000 m. hlaup: Jón Jónsson (K.V.) 35 mín. 40 sek. ((512 st.).
4x100 m. boðhlaup: A-sveit Glímufél. Ármanns 46.2 sek. (A-sveit
K.R. var 46.4 sek.). 1000 m. boðhlaup: A-sveit Ármanns 2 mín. 6.9
sek. 110 m. grindahlaup: Jóhann Jóhannesson (Á.) 18.5 sek. (502 st.).
82 JÖRÐ