Jörð - 01.06.1942, Side 49
Þvi er bókaútgáfa mjög á reiki og einkenna hana í senn tilþrif
og fum.
Bókaútgáfan var að miklu leyti í sömu höndum 1941 og 1940.
Þó má geta þess, aS bókaútgáfa Heimdallar hætti í bili vegna eig-
endaskipta, og bókaútgáfa Heimskringlu var með minnsta móti.
En í stað þess hafa komið ýmsir nýir bókaútgefendur, er gefið
hafa út fleira eða færra af bókum.
T) ÓKAÚTGÁFUFÉLÖGIN störfuðu með líkum hætti og 1940. Um
bókaútgáfu Þjóðvinafélagsins og Menningarsjóðs eru ýms gleði-'
leg tákn þess, að hún sé að laka sér fram, og hafa bækur þeirrar
útgáfu 1941 orðið vinsælli en bækurnar 1940. Það bendir t. d. til
mjög aukins frjálslyndis hjá útgáfustjórninni, að hún skuli hafa
tekið til útgáfu Almenna stjórnmálasögu síðustu tuttugu ára, eftir
Skúla Þórðarson. Skúla hefur tekizt að gera sögu þessa yfirlits-
glögga, og hann virðist vera einlægur í þeim vilja sínum að segja
ohlutdrægt frá, og er það mikils vert á þessum timum. En það lýt-
ir bókina nokkuð, að þó málfarið sé sæmilega islenzkt að orðavali.
þá er það alll of auðfundið, að höfundurinn hefur lesið og hugs-
að um þau efni, er bókin fjallar um, á erlendum málum, og verður
málfarið af því einhvern veginn hálfklesst. Því er og miður, að
sagan er ekki nema hálf, fyrra bindi aðeins, en vonandi líður ekki
á löngu þar til síðara bindið kemur, og verður þvi þá vel fagnað.
Það má og telja góðs vita, að útgáfustjórnin hefur fengið Magnús
Asgeirsson, tij að þýða söguna Anna Karenína eftir Leó Tolstoj.
Er ])að afbragðs saga og vel þýdd, þó að þýðingar Magnúsar á
obundnu máli séu eigi gerðar af jafn mikilli alúð og tækni og þýð-
'ngar hans á bundnu máli. Þessi saga er að vísu ekki öll komin,
en ekki er það nema hæfilegt, að halda mönnum að útgáfunni með
því að láta þá bók koma út á fleiri árum, því að hennar geta
menn notið jafnvel án tillits til endanlegs yfirlits yfir efnið.
Em aðrar bækur þessarar útgáfu er það enn gott að segja, að Al-
nianakið liefur sitt gildi eins og fyrr, og við hinum bókunum er
astæðulaust að amast, nema hvað vitanlega er það óhæfa, að gefa
ut fyrir ríkisfé þvílíkan einhliða og rangsleitinn áróður og grein-
lna um hrun Frakklands í Andvara. — Frá bókum þessa útgáfu-
félags er snoturlega gengið hið ytra, og mjög hefur verið bætt um
profarkalestur og frágang á málfari frá þvi 1940, og er þetta þakkar
vert. Þó er það þakkarverðast, að nú er það ráðið, að þetta fyrir-
tæki hefji útgáfu á sögu þjóðarinnar, stórri bók í mörgum bind-
um, og á sú bók að verða svo ódýr, að hún geti orðið alþjóðareign.
Ei hér sem um margt fleira farið í slóð Máls og menningar, sem
®.r aí5 hefja útgáfu á Arfi íslendinga, og er það gott, að þessi fé-
ug geti sem flest gott hvort af öðru lært. Það er að vísu varleg-
Jörd