Jörð - 01.06.1942, Side 125
I
ROKKURSKRAF
17. MAJ TALAR
IDAG er 17. mai: þjóðhátíðardagur Norðmanna. For-
uztumenn í íslenzku þjóðlífi hafa gengist fyrir því, að
þenna dag yrði hinna norsku frænda minnst hvarvetna
^ér á landi og hafin fjársöfnnn, í líkingu við Finnlandssöfn-
unina í liitt eð fyrra — helzt meiri -—, til að sjá samúð ís-
iendinga með frændþjóðinni og hinni aðdáanlegu barátlu
hennar í þrengingunum. Svona á það að vera: Samúð.
Drannskoðum orðið, — þá sjáum vér, að það er einmitt vak-
andi samúð, sem á að ríkja þjóða í milli, og umfram allt ná-
!>ina frændþjóða. Sé svo, þá miðar öllu í rétta átt. Þess vegna
iná ekki vanrækja það að rækta í hjarta sér samúð með öðr-
Urn þjóðum — og tjá liana livar, sem við verður komið. Það
þefnir sín, þó að ekki liggi ávallt í augum uppi, að vanrækja
þess háttar skyldur og tækifæri. Annað mál er það, að sam-
félag verður ekki átt við alla, er þess kynnu að æskja. Ekk-
erl er ranglátara en sá „jöf»uður“, er ekki tekur tillit til
»stasðna. Vér getum enga samleið ált með þeirri lífsskoðun,
e>" leiðir til slíkrar beitingar valdsins, sem nú er reynt að yfir-
þ^ga norsku þjóðina með. Sú lífskoðun á héldur aldrei til
jengdar samleið með frjálsri samúð og frjálsu samfélagi.
orfeður vorir afsöluðu sér föðurleifð sinni í Noregi, til að
nJota sjálfir frelsis, en það mátu þeir meir en fé og fjör. í
^ag verja frændur vorir þar brúarsporð frelsisins í heimrn-
>un yfirleitt með píslarvætti, er þeir hafa gengist undir. Þeir
!afa sýnt sig reiðubúna, til að fórna öllu fvrir trú sína á, að
'nannlegt eðli sé þrátt fyrir allt of gott, til að beygja sig fyrir
'aldbeiting sem jafnvel kemst á það stig að vera samboðin
Jotliun. Vér Islendingar liöfum ástæðu til að vera hreyknir
a frændseminni og vér stöndum — sem menn -— i ómelan-
‘ S>> þakkarskuld fyrir þessa frækilegu vörn mannlegrar
'oðingar. Sama liefur Bandaríkjamönnum jumdist fyrir sitt
e^ti, er þeir veittu sendiberra sínum við birð Hákonar sjö-
JÖRÐ 123