Jörð - 01.06.1942, Blaðsíða 106
bera. Laun sir Staffords eru 600 sterlingspund á ári. Grigg
ferðast með strætisvögnum. — Þá hefur verið stofnuð stjórn-
ardeild til samræmingar Jandher, fluglier og flota (sbr. fram-
arlega í kafla þessum) og hefur ungur maður, Mountbatten
greifi og konungsfrændi, verið settur fyrir hana. Mountbatten
var áður yfirmaður strandhöggssveitanna og skipherra í flot-
anum. Faðir bans var þýzkur að fæðingu og um skeið æðsti
flotaforingi Breta. Hct bann Battenberg prins, en sneri nafni
sinu til enslcu í fvrri heimsstyrjöldinni.
INDLAND.
INDVEBJAR tóku á móti sir Stafford Cripps með nokkurri
eftirvæntingu og mikilli tortryggni, sem ekki beindist síður
innbyrðis að innlendum aðiljum en Bretum, en sízt að sendi-
manninum sjálfum. Aðalundirrótin til þess, að samlcomulag
náðist ekki, mun jafnvel liafa verið tortryggni og metingur
flokka á milli. „Kongress“-flokkurinn, sem hefur krafizt þess
um áratugi, að gervallt Indland verði gert tafarlaust að einu
og óskiptu fullvalda riki og hefur Gandhi og Nehru fyrir að-
alleiðtoga, ber að vissu leyti aðalábyrgðina á því, að ekkert
varð úr samkomulagi. í „Kongress“-flokknum eru einnig
Múhammeðstrúarmenn, þó að Hindúar séu þar í yfirgnæf-
andi meiri bluta. Forseti flokksins, dr. Azad, er Múhammeðs-
trúarmaður. „Kongress“-flokksmenn eru ýmist róttækir
þjóðernissinnar, er útiloka vilja svo til allt erlent úr Indlandi,
en hreinsa og endurbæta liið þjóðlega (Gandhi), eða þjóð-
ernissinnaðir jafnaðarmenn, er vilja, að Indverjar læri margt
af vestrænni menningu (Nehru). Eru margir hinna síðar-
nefndu meiri og minni fríhyggjumenn i trúarefnum (sumir
kristnir), en hinir fyrri eru frjálslyndir Hindúar og eru fylgj'
andi rýmkun á rígskorðaðri og miskunnarlausi félagsmála-
skipan Hindúatrúarbragðanna. í stjórnmálaflokki Múhamni'
eðstrtiarmanna, Múslim-bandalaginu, sem gengur næst
„Kongress“-flokknum að stærð og áhrifum, eru stórjarðeig'
endur allsráðandi og vilja þeir, að norðvesturhéröðin verði
sjálfstætt riki út af fyrir sig (Pakistan), en þar em Mú'
104 jöbð